• Bláberja og sítrónu sumarbiti

    Á sumrin finnst mér svo geggjað að skella í fljótlega og ferska eftirrétti í matarboðinu. Þessi eftirréttur tekur stutta stund en er fullkomin í veisluna, matarboðið eða kaffið. Ég nota mikið lemon curd frá Stonewall kitchen og var nú að prófa Wild maine bláberjasultuna, varð alls ekki fyrir vonbrigðum!Mér þykir best að nota helming af venjulegum rjóma á móti Millac jurtarjóma þar sem blandan verður mikið stöðugri og heldur sér betur en hún gerir þegar maður notar einungis venjulegan rjóma, en það er alls ekki nauðsynlegt. Þetta er einn af þeim eftirréttum sem er hægt að leika sér ótrúlega mikið með, nota karamellu í stað lemon curd t.d. og nutella í stað bláberjasultu fyrir þá sem eru minna fyrir ávexti í eftirréttum. Ég mæli hiklaust…

  • Sumareftirréttur á grillið

    Þessi eftirréttur er fullkomin í partý-ið, grillveisluna eða bara í kósykvöld. Hann er fljótlegur, auðveldur og auðvitað ómótstæðilega góður. Það er hægt að leika sér með ávextina í réttinum, bæta við ávöxtum eða taka úr það sem maður vill ekki hafa. Þessi eftirréttur hefur verið mjög vinsæll í matarboðum og grillveislum síðustu ár. Rétturinn er borinn fram með ljúffengum vanilluís.

  • Danskar flødeboller

    Það eru danskir dagar í verslunum Hagkaupa og því tilvalið að skella í Danskar flødebollerm, þessar eru með kransakökubotni og eru alveg hættulega góðar. Þessar eru bæði auðveldar og fljótlegar en í þ´ær notaði ég tilbúið kransakökudeig frá Odense. Ég get hiklaust mælt með að þið prófið að skella í þessar.

  • Páskanammi

    Það er svo notalegt að eyða stund saman í eldhúsinu um páskana, stelpurnar mínar elska að fá að búa til skemmtilegt páskanammi fyrir páskana og er þetta eitt af því. Þetta er bæði fljótlegt og gott, það er hægt að leika sér mikið með þetta og setja það nammi sem maður vill útí. Þetta er fullkomið nammi til að eiga í kælinum og bjóða uppá þegar koma gestir eða bara til að næla sér í eitthvað gott með kaffibollanum. Það er líka skemtilegt að nota þetta í heimatilbúna gjöf. Ég vona að þið eigið yndislega páska með fólkinu ykkar.Gleðilega páska!

  • Páska marengskörfur

    Ég elska að bera fram fallegan eftirrétt á páskunum og eru þessar marengskörfur alveg fullkomnar á páskaborðið. Þær eru ótrúlega auðveldar og auðvitað rosalega góðar. Það er hægt að leika sér svo mikið með marengs en í þessari uppskrift er sykurinn hitaður áður en hann er þeyttur saman við eggjahvíturnar, ástæðan fyrir því er að marengsinn verður stöðugri og fær fallegan gljáa. Það er hægt að velja um ótal fyllingar eins og sítrónucurd, pistasíu, saltkaramellu, dökkt súkkulaði eða bláber svo eitthvað sé talið. En ég notaði karamellusúkkulaði ganache og hindberja sultu frá Stonewall kitchen. Ég elska að nota vörurnar frá Stonewall kitchen, það er svo mikið úrval af skemmtilegum vörum frá þeim og er til dæmis Lemon curd í miklu uppáhaldi. Ég vona að þið…

  • Franskar makkarónur

    Franskar makkar´ónur er eitt af því sem margir elska en leggja ekki í að baka, þær eru ótrúlega góðar og fallegar á veisluborðið og hægt að nota í skraut á kökur og aðra eftirrétti. Ég hef prófað margar uppskriftir og er þetta sú sem er alveg skotheld ef maður fer vel eftir uppskriftinni. Það skiptir miklu máli að setja góða fyllingu í makkarónurnar og notaði ég í þetta skipti lemon curd og súkkulaði saltkaramellu frá Stonewall kitchen. Áferðin á því er fullkomin sem fylling í makka´rónur og ekki skemmir fyrir hvað þessar vöru eru góðar. Það skiptir mjög miklu máli að fara vel eftir uppskriftinni svo að makkarónurnar heppnist vel og gæta þess að lesa öll skrefin. Ég mæli með að prófa að skella í…

  • Makkarónubollan

    Ég held að ég geti sagt að þetta sé mín allra uppáhalds bolla. Gamaldags makkarónur eru í miklu uppáhaldi hjá mér og voru þær því fullkomnar sem fylling í þessar geggjuðu bollur. Marsípan keimurinn gerir svo mikið með dásamlega mjúkri saltkaramellu f´ra Joe&Seph´ s og ferskum hindberjum. Ég mæli með að þið prófið þessar, ég er nokkuð viss um að þið verðið ekki fyrir vonbrigðum.

  • Geggjaðir kleinuhringir

    Það er hreint og beint hættulegt að skella í ekta ameríska kleinuhringi heima hjá sér þar sem þeir hverfa á núll einni.

  • Geggjaðar vöfflur með saltkaramellusósu

    Er eitthvað betra en ylvolg vaffla með þeyttum rjóma? Og ég tala nú ekki um ef það er heit saltkaramellusósa og fersk jarðaber líka! Það er hægt að gera margar útgáfur af vöfflum og verð ég að viðurkenna að þessar tvær eru í uppáhaldi hjá mér. Önnur með þeyttum rjóma, ferskum jarðaberjum, karamellukurli og saltkaramellu. Hin með þeyttum rjóma, Nutella, banana og karamellukurli. Ég get svo sannarlega mælt með að þið prófið þessar mjúku og dásamlega góðu vöfflur.

  • Æðislegt grænt pestó með kasjúhnetum

    Æðislegt grænt pestó með kasjúhnetum, fullkomið á pastað, hrökkbrauðið eða í kjúklingaréttinn.

1 2