Páska marengskörfur

apríl 6, 2023Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir

Ég elska að bera fram fallegan eftirrétt á páskunum og eru þessar marengskörfur alveg fullkomnar á páskaborðið. Þær eru ótrúlega auðveldar og auðvitað rosalega góðar. Það er hægt að leika sér svo mikið með marengs en í þessari uppskrift er sykurinn hitaður áður en hann er þeyttur saman við eggjahvíturnar, ástæðan fyrir því er að marengsinn verður stöðugri og fær fallegan gljáa.

Það er hægt að velja um ótal fyllingar eins og sítrónucurd, pistasíu, saltkaramellu, dökkt súkkulaði eða bláber svo eitthvað sé talið. En ég notaði karamellusúkkulaði ganache og hindberja sultu frá Stonewall kitchen.

Ég elska að nota vörurnar frá Stonewall kitchen, það er svo mikið úrval af skemmtilegum vörum frá þeim og er til dæmis Lemon curd í miklu uppáhaldi.

Ég vona að þið eigið yndislega páska og njótið með fólkinu ykkar.

Gleðilega páska

Þið fáið allt í eftirréttinn í verslunum Hagkaupa
Prenta uppskrift

Innihald

Marengs

 • 300 g sykur
 • 150 g eggjahvítur

Fylling

 • 100 ml rjómi
 • 200 g Karamellusúkkulaði
 • 100 g hindberjasulta
 • 500 ml rjómi, Nota 50/50 venjulegan og Millac til að fá hann hvítari

Skraut

 • Lítil páskaegg
 • Sprinkles

Aðferð

Marengs

 • 1)

  Við hitum ofninn í 180°,  svo dreyfum við úr sykrinum á bökunarpappír og setjum á ofnplötu.

 • 2)

  Sykurinn fer inn í ofn í 8-10 mínútur eða þar til sykurinn byrjar aðeins að bráðna á köntunum.

 • 3)

  Þegar ca. mínúta er eftir af sykrinum í ofninum byrjum við að þeyta eggjahvíturnar í hrærivél.

 • 4)

  Þvi næst bætum við heitum sykrinum 1-2 msk. í einu útí eggjahvíturnar meðan vélin þeytir.

 • 5)

  Næst er körfunum sprautað á bökunarpappír ásamt handföngunum, hægt er að taka smá marengs til hliðar og bæta matarlit útí til að gera litlar slaufur.

 • 6)

  Svo fara körfurnar inn í ofn 100°í ca. 1 klst. og 15 mín.

Karamellusúkkulaði ganache

 • 1)

  Hitum rjómann (100ml) upp að suðu og hellum yfir súkkulaðið. Leyfum þessu að standa í 2-3 mínútur og hrærum svo saman.

Samsetning

 • 1)

  Við byrjum á að setja hindberjasultu í botninn á helmingin af  körfunum og karamellusúkkulaði ganache í rest.

 • 2)

  Stífþeytum rjóma (500ml) og sprautum ofaná körfurnar, setjum handfangið af körfunum ofaní rjómann og skreytum svo körfurnar eftir smekk.

Nutrition

Fyrri grein Næsta grein