Franskar makkarónur

mars 26, 2023Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir

Franskar makkar´ónur er eitt af því sem margir elska en leggja ekki í að baka, þær eru ótrúlega góðar og fallegar á veisluborðið og hægt að nota í skraut á kökur og aðra eftirrétti. Ég hef prófað margar uppskriftir og er þetta sú sem er alveg skotheld ef maður fer vel eftir uppskriftinni.

Það skiptir miklu máli að setja góða fyllingu í makkarónurnar og notaði ég í þetta skipti lemon curd og súkkulaði saltkaramellu frá Stonewall kitchen.

Áferðin á því er fullkomin sem fylling í makka´rónur og ekki skemmir fyrir hvað þessar vöru eru góðar.

Það skiptir mjög miklu máli að fara vel eftir uppskriftinni svo að makkarónurnar heppnist vel og gæta þess að lesa öll skrefin.

Ég mæli með að prófa að skella í þessar!

Þið finnið allt í makkarónurnar í verslunum Hagkaupa

Prenta uppskrift

Innihald

Makkarónur

  • 165 g eggjahvítur
  • 225 g sykur
  • 52 ml vatn
  • 270 g möndlumjöl
  • 240 g flórsykur

Fylling

  • 1 krukka lemon curd frá Stonewall kitchen
  • 1 krukka súkkulaði saltkaramella frá Stonewall Kitchen

Aðferð

Makkarónur

  • 1)

    Við byrjum á því að setja flórsykur og möndlumjöl í matvinnsluvél og mylja vel niður.

  • 2)

    Næst setjum við vatn og sykur í pott og hitum í 118 gráður. Athuga að mikilvægt er að nota hitamæli!

  • 3)

    Meðan sykurinn og vatnið er að hitna setjum við helmingin af eggjahvítunum(83g) í hrærivélaskál og byrjum að þeyta.

  • 4)

    Þegar sykurinn hefur náð 118°, setjum við hrærivélina á minnsta hraðan og hellum sykursírópinu ofaní í mjórri bunu. Látum það leka meðfram skálinni þannig það fari ekki beint í pískinn. Leyfum þessu að þeyta þar til það hefur kólnað og er stífþeytt.

  • 5)

    Á meðan eggjahvíturnar og sykursírópið er að þeytast setjum við hinn helminginn af eggjahvítunum saman við möndlumjölið og sírópið og hrærum saman þar til það er orðið að paste.

  • 6)

    Næst tökum við um það bil 2/3 af marengsinum (eggjahvítublöndunni) og blöndum varlega saman við paste-ið með sleif. Pössum að þeyta ekki heldur hræra varlega saman.

  • 7)

    Síðan tökum við restina og hrærum varlega saman við, ef við ætlum að hafa makkarónurnar í lit myndum við setja það saman við á þessum tímapunkti. Hrærum varlega saman þar til við fáum svokallaða borða áferð á deigið.

  • 8)

    Næst setjum við deigið í sprautupoka með hringstút og sprautum á sílikon mottur, sláum mottunum niður 2-3 sinnum og notum tannstöngul til að losa okkur við stórar loftbólur.

    Leyfum þessu að bíða í 10-20 mínútur eða þar til hægt er að snerta toppinn á makkarónunum án þess að fá deig og fingurna.

  • 9)

    Hitum ofninn í 140° gráður og bökum í 25 mínútur.
    Pössum að setja í mestalagi bara 2 plötur í ofninn í einu.

  • 10)

    Leyfum makkarónunum að kólna á mottunu áður en við pörum þær saman og fyllum þær.

Nutrition

Fyrri grein Næsta grein