Um mig

Ég heiti Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir og er menntaður pastry chef úr einum virtasta matreiðsluskóla í heimi Le cordon bleu, ég útskrifaðist þaðan árið 2014 í London.

Það sem ég elska að gera er að baka og gera nýja matartengdahluti. Fyrir mig er bakstur ákveðinn hugleiðsla og þó svo ég vinni við að bakstur finnst mér fátt notalegra en að eyða tíma í eldhúsinu. Það að geta unnið við áhugamálið mitt eru sannarlega forréttindi og vinn ég Sætum syndum við að gera kökur og hef verið þar frá 2015.
Ég er fædd í apríl 1988, á tvær dætur, Önnu Hrafnhildi Haukdal (2015) og Marín Helgu Haukdal (2018) og gift Atla Björgvinssyni. Fjölskyldulífið er mér mjög dýrmætt og er ég svo þakklát fyrir fólkið mitt. Ég hlakka til að deila með ykkur mínum uppáhalds uppskriftum og vona að þið njótið þeirra

Viljir þú koma skilaboðum áleiðis til mín getur þú alltaf gert það í gegnum sylvia(hjá)sylviahaukdal.is