Geggjaðir kleinuhringir

Það er hreint og beint hættulegt að skella í ekta ameríska kleinuhringi heima hjá sér þar sem þeir hverfa á núll einni. Þessi uppskrift er sú allra besta sem ég hef prófað, svo léttir og mjúkir. Mæli með að þið prófið að skella í þessa, þetta er auðveldara en maður heldur!

öll Hráefnin í þessa uppskrift finnið þið í verslunum Hagkaups
Prenta uppskrift

  • Undirbúningur: 1 klst 40 min
  • Baksturstími: 15 min
  • Samtals: 1 klst 55 min
  • Fjöldi: 12 stk
  • Erfiðleikastig: Auðvelt

Innihald

Kleinuhringir

  • 90 ml vatn, ylvolgt (um 37°)
  • 6 g ger
  • 1 stk egg, við stofuhita
  • 60 g smjör, brætt
  • 455 g Kornax hveiti
  • 60 g sykur
  • 1 tsk salt
  • 2 tsk vannilludropar
  • 150 ml súrmjólk, við stofuhita
  • Palmin , til steikningar
  • Súkkulaðihjúpur , bræddur

Aðferð

Kleinuhringir

  • 1)

    Við byrjum á því að blanda saman vatninu (ylvolgu) og þurrgerinu og leyfum að standa í um 5 mínútur.

  • 2)

    Næst setjum við öll þurrefnin saman í hrærivélaskál.

  • 3)

    Hellum síðan egginu, súrmjólkinni, vanilludropunum, smjörinu og að lokum gerblöndunni saman við.

  • 4)

    Hnoðum deigið (notum krókinn) í 5 mínútur.
    (10 mínútur ef þið eruð ekki með hrærivél)

  • 5)

    Síðan plöstum við skálina eða setjum rakt stykki yfir og leyfum að hefast í 30-45 mínútur eða þar til deigið hefur um það bil tvöfaldast.

  • 6)

    Þá næst fletjum við deigið út um það bil hálfan sentimeter og stingum út kleinuhringi með kleinuhringjaskera eða hringskerum og setjum á bökunarpappir (Klippum bökunarpappírínn niður og setjum einn kleinurhing á hvern).

  • 7)

    Næst leyfum við kleinuhringjunum að hefast í 30-45 mínútur í 40/50°heitum ofni með skál með heitum vatni fyrir neðan.

  • 8)

    Hitum olíu upp í 180/190° og steikjum kleinuhringina á hvorri hlið þar til þeir byrja að vera gylltir. Setjum svo á eldhúspappír og leyfum að kólna.

  • 9)

    Að lokum dýfum við kleinuhringjunum í bræddan súkkulaðihjúp og skreytum að vild.

Eriðleikastig:

Erfiðleikastig:Auðvelt
Fyrri grein Næsta grein