Æðislegt grænt pestó með kasjúhnetum

Ég elska að eiga heimagert pestó í ísskápnum til að grípa í. Dásamlegt að eiga það til að setja á hrökkbrauð, pasta eða í kjúklingarétti. Ég hef gert nokkrar uppskriftir af grænu pestó en þessi er án efa sú allra besta.

Mæli með að þið prófið þessa!

Prenta uppskrift

 • Undirbúningur: 15 min
 • Samtals: 15 min
 • Erfiðleikastig: Auðvelt

Innihald

Grænt pestó

 • 4 dl basillauf
 • 80 g parmesan ostur
 • 150 g kasjúhnetur
 • 1.5 tsk salt
 • 110 ml ólivuolía
 • 2-3 stk hvítlauksgeirar

Aðferð

Grænt pestó

 • 1)

  Við byrjum á því að setja basil, hvítlauk, parmesan, og kasjúhnetur í matvinnsluvél og maukum saman.

 • 2)

  Síðan bætum við ólivuolíunni smám saman (stundum þarf að bæta smá meiri olíu við, eftir smekk) við og að lokum saltið. Gott er að byrja á því að setja lítið salt og smakka til.

Erfiðleikastig:

Erfiðleikastig:Auðvelt

Fyrri grein Næsta grein