Bláberja og sítrónu sumarbiti

júní 15, 2023Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir

Á sumrin finnst mér svo geggjað að skella í fljótlega og ferska eftirrétti í matarboðinu. Þessi eftirréttur tekur stutta stund en er fullkomin í veisluna, matarboðið eða kaffið.

Ég nota mikið lemon curd frá Stonewall kitchen og var nú að prófa Wild maine bláberjasultuna, varð alls ekki fyrir vonbrigðum!
Mér þykir best að nota helming af venjulegum rjóma á móti Millac jurtarjóma þar sem blandan verður mikið stöðugri og heldur sér betur en hún gerir þegar maður notar einungis venjulegan rjóma, en það er alls ekki nauðsynlegt.

Þetta er einn af þeim eftirréttum sem er hægt að leika sér ótrúlega mikið með, nota karamellu í stað lemon curd t.d. og nutella í stað bláberjasultu fyrir þá sem eru minna fyrir ávexti í eftirréttum.

Ég mæli hiklaust með að þið prófið að skella í þennan eftirrétt í sumar, hann á pottþétt eftir að slá í gegn!

Þið fáið allt í eftirréttin í verslunum Hagkaup

Prenta uppskrift

Innihald

Bláberja og sítrónu sumarbiti

  • 1 pakki smjördeig
  • 1 stk egg
  • 1 msk mjólk
  • 300 ml rjómi, notaði 50/50 millac og venjulegan
  • 100 g Lemon curd, frá Stonewall kitchen
  • 100 g Wild maine bláberjasulta, frá Stonewall kitchen
  • Hindber
  • Brómber
  • Mynta

Aðferð

  • 1)

    Við byrjum á því að setja deigið saman svo það verði tvöfalt ,skera í ferninga og raða á bökunarplötu.

  • 2)

    Hrærum saman egg og mjólk og penslum ofaná.

  • 3)

    Bökum smjördeigið við 200° í um það bil 15 mínútur og leyfum svo að kólna.

  • 4)

    Stífþeytum rjóma og blöndum blárberjasultunni samanvið.

  • 5)

    Gerum litlar holur í smjördeigið og sprautum lemon curd ofaní.

  • 6)

    Setjum bláberjarjómann í sprautupoka og sprautum ofaná bitana og setjum svo smá dropa af lemon curd ofaná.

  • 7)

    Skreytum með berjum og myntu og setjum flórsykur yfir áður en borið er fram.

Nutrition

Fyrri grein