Danskar flødeboller

maí 7, 2023Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir

Það eru danskir dagar í verslunum Hagkaupa og því tilvalið að skella í Danskar flødebollerm, þessar eru með kransakökubotni og eru alveg hættulega góðar.

Þessar eru bæði auðveldar og fljótlegar en í þ´ær notaði ég tilbúið kransakökudeig frá Odense.

Ég get hiklaust mælt með að þið prófið að skella í þessar.

Þið fáið allt í baksturinn í verslunum Hagkaupa
Prenta uppskrift

Innihald

Danskar flødeboller

  • 400 g Odense kransekage
  • 250 g sykur
  • 125 g eggjahvítur
  • 1/2 tsk vanilludropar
  • 200 g Odense súkkulaðihjúpur
  • Kökuskraut, má sleppa

Aðferð

Danskar flødeboller

  • 1)

    Við byrjum á því að sprauta kransakökudeiginu í þunnar kökur á bökunarpappír og pressum aðeins ofaná til að slétta.

  • 2)

    Næst bökum við kökurnar við 200° í 10 mínútur.

  • 3)

    Þegar kökurnar hafa kólnað setjum við sykurinn í ofninn á bökunarpappír við 190°í um það bil 6-9 mínútur eða þar til sykurinn fer aðeins að brúnast eða bráðna á endunum.

  • 4)

    Við stífþeytum eggjahvítur með vanilludropum og bætum síðan heita sykrinum smá saman við og þeytum þar til blandan fer að kólna og allur sykurinn hefur leyst upp.

  • 5)

    Næst sprautum við marengskreminu á kransakökurnar og setjum í frysti.

  • 6)

    Á meðan kökurnar eru í frysti bræðum við súkkulaðihjúpinn yfir vatnsbaði.

  • 7)

    Að lokum dýfum við kökunum í súkkulaðihjúpinn og skreytum með kökuskrauti eða öðru eftir smekk.

Nutrition

Fyrri grein Næsta grein