Franskar makkar´ónur er eitt af því sem margir elska en leggja ekki í að baka, þær eru ótrúlega góðar og fallegar á veisluborðið og hægt að nota í skraut á kökur og aðra eftirrétti. Ég hef prófað margar uppskriftir og er þetta sú sem er alveg skotheld ef maður fer vel eftir uppskriftinni. Það skiptir miklu máli að setja góða fyllingu í makkarónurnar og notaði ég í þetta skipti lemon curd og súkkulaði saltkaramellu frá Stonewall kitchen. Áferðin á því er fullkomin sem fylling í makka´rónur og ekki skemmir fyrir hvað þessar vöru eru góðar. Það skiptir mjög miklu máli að fara vel eftir uppskriftinni svo að makkarónurnar heppnist vel og gæta þess að lesa öll skrefin. Ég mæli með að prófa að skella í…