Ítalskt tómatpasta með risarækjum

mars 24, 2023Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir

Pasta er eitt af því sem ég gæti lifað á og er þetta pasta algjörlega mitt uppáhald. Það er fljótlegt auðvelt og svoo gott!
Fullkomin réttur til að bera fram í matarboðinu.

Ég notaði Linguine pasta frá Filotea og get svo sannarlega mælt með því. Ótrúlega gott og nánast eins og heimagert pasta sem er mikil kostur.

Ég mæli með að þið skellið í þetta geggjaða pasta sem fyrst, þið verðið ekki fyrir vonbrigðum.

Þið fáið allt í pasta í Hagkaupsverslunum
Prenta uppskrift

 • Undirbúningur: 5 min
 • Baksturstími: 15 min
 • Samtals: 20 min

Innihald

Ítalskt tómatpasta með risarækjum

 • 500 g pasta
 • 3-4 msk ólivuolía
 • 500 g risasækjur
 • 3 tsk salt
 • 1 tsk chilliflögur, má sleppa
 • 1 stk laukur (gulur)
 • 10 stk hvítlauksgeirar
 • 3 dósir niðursoðnir tómatar, skornir
 • 2 tsk sykur
 • 1 tsk ítalskt krydd
 • 250 ml hvítvín, þurrt
 • 10 g fersk steinselja
 • Parmesan

Aðferð

 • 1)

  Við byrjum á því að sjóða pasta (sjá leiðbeiningar á pakka) og setja til hliðar.

 • 2)

  Næst setjum við 2 msk af ólivuolíu í pottin og steikjum rækjurnar í um það bil mínútu á hverri hlið, kryddum með salt og pipar og setjum þær svo í skál til hliðar.

 • 3)

  Bætum 1 msk af olíu á pönnuna og steikjum lauk og hvítlauk á miðlungs hita þar til hann verður mjúkur.

 • 4)

  Bætum næst hvítvíni á pönnuna og leyfum að sjóða aðeins niður.

 • 5)

  Næst setjum við niðursoðnu tómatana (gott að taka smá vökva af þeim fyrst), ítalskt krydd, steinselju, sykur, salt og chilliflögur útí og leyfum að sjóða í um það bil 10 mínútur þar til sósan hefur aðeins þykknað.

 • 6)

  Að lokum bætum við rækjunum og pastanu útí, stráum steinselju yfir og parmesan. Svo er það bara að njóta!

Nutrition

Fyrri grein Næsta grein