Mangó og hindberjaískaka

apríl 24, 2023Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir

Þessi eftirréttur er klárlega einn sá besti fyrir sumarið, ferskur og svo ótrúlega góður. Það er hægt að leika sér svo mikið með þennan eftirrétt og nota mismunandi ávexti í fyllinguna, til dæmis er geggjað að nota ástaraldin og mangó saman eða blá´ber og hindber. Ég notaði frosna ávexti í fyllinguna og svo ferska í skraut en það er algjörlega einstaklingsbundið hvað maður vill.

Á sumrin koma svo geggjaðir ávextir í búðir að hægt er að leika sér með skreytinguna með allskonar litríkum ávöxtum, þar er Hagkaup efst á lista með frábært úrval af allskonar ávöxtum.

Ég mæli innilega með að þið prófið að skella í þessa en hún fékk mikið hrós í matarboði helgarinnar.

Þið fáið öll hráefnin í eftirréttin í verslunum Hagkaupa
Prenta uppskrift

Innihald

Botn

  • 200 g hafrakex
  • 110 g ískex eða kremkex
  • 80 g smjör

Fylling

  • 150 g hindber, notaði frosin
  • 150 g mangó, notaði frosið
  • 200 g rjómaostur
  • 75 g flórsykur
  • 2 tsk sítrónusafi
  • 2 tsk vanilludropar
  • 3 stk gelatinblöð
  • 60 ml mjólk
  • 240 ml rjómi

Skreyting

  • Fersk ber og ávextir

Aðferð

Botn

  • 1)

    Við byrjum á því að mylja niður kexið

  • 2)

    Næst bræðum við smjör og blöndum öllu vel saman.

  • 3)

    Smyrjum smelluform vel með smjöri og þjöppum kexblöndunni vel í botninn og á hliðarnar. Gott er að nota glas til að allt sé vel þjappað saman. (ég notaði 24cm form)

  • 4)

    Setum í kæli meðan við undirbúum fyllinguna.

Fylling

  • 1)

    Við byrjum á því að setja mangó og hindber í matvinnlsluvél og hökkum vel.

  • 2)

    Bætum næst rjómaosti, flórsykri, sítrónusafa og vanilludropum samanvið.

  • 3)

    Við leggjum gelatinblöðin í bleyti í 5 mínútur og hitum mjólk upp að suðu á meðan.

  • 4)

    Hrærum næst gelatinblöðunum saman við mjólkina og hrærum saman við berjablönduna.

  • 5)

    Næst þeytum við rjóma og hrærum varlega saman við með sleif.

  • 6)

    Hellum blöndunni í formið og setjum í frysti.

  • 7)

    Þegar allt er orðið vel frostið skreytum við að vild með ferskum ávöxtum og berjum

Nutrition

Fyrri grein Næsta grein