Jólaísinn með dásamlegri saltkaramellusósu
Það er hefð á mörgum heimilium að gera ís fyrir jólin. Mig langaði að deila með ykkur uppskrift af jólaísnum okkar, en hann ótrúlega auðveldur, fljótlegur og virkilega góður. Ég get svo sannarlega mælt með að þið prófið að skella í þennan geggjaða ís!
Aðferð
Jólaísinn
- 1)
Við byrjum á því að stífþeyta saman rjóma og jurtarjómann.
- 2)
Síðan hrærum við varlega niðursoðinni mjólk, vanilludropum, innan úr einni vanillustöng og karamellukurli saman við rjómann.
- 3)
Næst setjum við ísblönduna í sílikon form eða form sem henntar og frystum í að minnsta kosti sólarhring.
Saltkaramellusósa
- 1)
Setjum rjóma, sýróp, sykur, smjör og sjávarsalt í pott og sjóðum þar til blandan fer að þykkna og dökknar aðeins.
- 2)
Tökum karamelluna úr pottinum og leyfum að kólna.
Samsetning
- 1)
Við byrjum á því að setja smá af ristuðum kókosflögum í botninn á skálunum.
- 2)
Næst setjum við ísinn ofaní skálina.
- 3)
Að lokum hellum við volgri karamellusósu yfir og skreytum að vild með berjum.
Athugasemdir
-Gott er að gera ísinn og karamellusósuna sólarrhing áður en á að bera fram.
-Hægt er að skella karamellusósunni í stutta stund í örbylgjuofn eða hita hana í potti áður en hún er sett yfir ísinn.
Erfiðleikastig:
Erfiðleikastig: | Auðvelt |