Lagt á jólaborðið

Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir

Eitt af því sem ég elska við jólin er hvað maður gerir allt hátíðlegt á fallegt. Á aðfangadagskvöld er heimilið svona aðeins extra og ekki er þá borðið skilið eftir. Mér finnst svo notalegt að dúlla mér við að gera borðið fallegt og í ár notaði ég mína uppáhaldsliti. Það kemur ykkur sennilega ekki á óvar að það leynist örlítið bleikt þarna, minna en venjulega en hvítt, dökk blátt og bleikt er þemað í ár.

Miðjan á borðinu skartar fallegum greinum ásamt fölbleikum rósum, gervisnjó, hvítum fjaðrakúlum og dásamlegu Cobra kertastjökunum frá Georg Jensen.

Ég hafði sé á annaðhvort Pinterest eða Instagram myndband þar sem servíettan var brotin saman eins og slaufa og fannst það fullkomið á veisluborðið (þið getið fundið leiðbeiningar í highlights á instagram hjá mér). Servíetturnar eru frá Gerorg Jensen og servíettuhringirnir eru Philippi Swirl og mér finnst þeir svo hrikalega töff!
Hér finnið þið þið þá.
Stellið er að sjálfsögðu frá Royal Copenhagen sem er eitt af mínum uppáhalds merkjum þegar kemur að borðbúnaði. Aðalrétta diskarnir eru White plain og forréttar diskarnir hið dásamlega Blomst. Glösin eru eru úr Ultima Thule línunni frá Iittala og eru fullkomin fyrir jólaölið.

Borðið í heild sinni svo er hátíðlegt og fallegt!
Ég lærði það af mömmy að það þarf ekki alltaf allt meðlæti að vera með á borðinu heldur er hægt að hafa það á eldhúseyjunni eða bekknum þar sem maður sækir sér á disk. Við erum heppin með að vera með stórt borð og því kemst eitthvað af því helsta með á borðið en restin verður á eyjunni.

Jólaísinn verður borinn fram í þessum litlu dásamlegu skálum úr Blomst línunni.

Það sem ég ólst upp við á aðfangadag var lambahamborarhryggur, dásamlegt meðlæti og ís í eftirrétt og ákvaðum við Alti að halda þeirri hefð áfram. Ég get ekki beðið eftir því að heimilið ilmi af jólamatnum í ofninum. Ég ætla að láta nokkrar fallegar myndir fylgja með og vona að ég hafi komið með fallega hugmynd af hátíðarborði hjá ykkur.

Færslan er unnin í samstarfi með Kúnígúnd verslun þar fást fallegar vörur á jólaborðið, einnig eru þeir með heilmikið úrval af fallegum vörum í jólapakkann.
Ég notaði vörur frá Royal Copenhagen, Iittala og Georg Jensen.

Fyrri grein Næsta grein