Hátíðartré með ostakökumús

Mér finnst fátt skemmtilegra en að prófa eitthvað nýtt í eldhúsinu. Eins og einhverjir vita er marengsstafurinn í miklu uppáhaldi hjá mér og langaði mér því að gera eitthvað í svipuðu útliti en allt annað bragð.

Eftir að vinkona mín sýndi mér mynd af fallegri jólatré köku ákvað ég að prófa að gera eftirrétt fyrir jólin úr piparköku, ostakökumús og saltkaramellu. Þessu blanda getur ekki klikkað en var þetta alveg rosalega gott! Þetta verður því klárlega fastur liður um jól hér eftir.

Mæli með að þið prófið að skella í þetta hátíðartré fyrir jólin , en mikilvægt er að gera það sólarhring áður en á að bera það fram.

öll Hráefnin í þessa uppskrift finnið þið í verslunum Hagkaups
Prenta uppskrift

 • Undirbúningur: 50 min
 • Baksturstími: 12 min
 • Samtals: 1 klst 15 min
 • Fjöldi: 20-25
 • Erfiðleikastig: Miðlungs

Innihald

Piparkaka

 • 300 g púðusykur
 • 375 g smjör
 • 150 g sýróp
 • 800 g Kornax hveiti
 • 1 msk matarsódi
 • 2 msk engifer
 • 1 msk kanill
 • 1 msk negull

Saltkaramella

 • 200 ml rjómi
 • 2 dl sykur
 • 70 ml sýróp
 • 1/2 tsk sjávarsalt
 • 1 tsk smjör

Ostakökumús

 • 130 g smjör
 • 130 g flórsykur
 • 1 tsk vanilludropar
 • 250 g hvítt súkkulaði
 • 500 ml rjómi
 • 600 ml Millac jurtarjómi
 • 400 g rjómaostur

Annað

 • 150 g karamellukurl

Skraut

 • Nóakropp velt upp úr gulldufti
 • Makkarónur
 • Gullflögur
 • Marengstoppar

Aðferð

Piparkaka

 • 1)

  Við byrjum á því að hita ofninn í 180° (viftu)

 • 2)

  Næst bræðum við saman smjör, púðusykur og sýróp.

 • 3)

  Í stóra hrærivélaskál hrærum við saman Kornax hveiti, matarsóda, negul, engifer og kanil.

 • 4)

  Þegar þurrefnin eru komin saman hellum við bræddu sykur/smjör blöndunni saman við og hnoðum vel saman.

 • 5)

  Þá næst klippum við jólatré út úr bökunarpappír, fletjum út deigið á sílíkonmottu eða bökunarpappír og skerum út tréin.

 • 6)

  Úr restinni af deiginu gerum við stjörnur eða aðrar piparkökur.

 • 7)

  Næst bökum við piparkökutréð í um það bil 12 mínútur eða þar til endarnir byrja að dekkjast. Pipparkökurnar þurfa töluvert minni tíma eða um 7 mínútur.

Saltkaramella

 • 1)

  Við setjum rjóma, sykur, sýróp, salt og smjör í pott.
  Leyfum að malla þar til karamellan fer að þykkna og dökkna örlítið.

 • 2)

  Þá tökum við karamelluna af hitanum og hellum í fat/ílát og leyfum að kólna.

Ostakökumús

 • 1)

  Byrjum á því að þeyta saman smjör, flórsykur og vanilludropa þar til það verður ljóst og létt.

 • 2)

  Næst bræðum við hvíttsúkkulaði yfir vatnsbaði.

 • 3)

  Meðan súkkulaðið er að bráðna hrærum við rjómaostinum saman smjörblönduna en pössum að þeyta ekki of mikið.

 • 4)

  Við leyfum hvíta súkkulaðinu að kólna örlítið.
  Á meðan stífþeytum við rjómann og jurtarjómann.

 • 5)

  Næst fer hvíta súkkulaðið saman við rjómaostakremið.

 • 6)

  Svo er öllu hrært varlega saman við stífþeytta rjómann og músinn sett í sprautupoka með stút 806 eða 808.

Samsetning

 • 1)

  Við byrjum á því að setja 1x piparkökutré á bakka. Gott er að festa það með smá smjörkremi eða hvítu súkkulaði við bakkann svo það renni ekki ekki til.

 • 2)

  Næst sprautum við doppur yfir allt tréið með ostakökumúsinni, setjum smá karamellu yfir allt og karamellkurl.

 • 3)

  Síðan fer næsta lag að piparköku jólatréinu, doppur með ostakökumúsinni, saltkaramella og karamellukurl.

 • 4)

  Að lokum fer þriðja og síðasta lagið af piparkökutrénu og síðan doppur með ostakökumúsinni. Síðan er tré-ið skreytt að vild.

  Ég skreytti tréð með Nóakroppi sem ég velti upp úr gulldufti, makkarónum, marengskossum og gullflögum.

Erfiðleikastig:

Erfiðleikastig:Miðlungs
Fyrri grein Næsta grein