Brownie draumur

Mér þykir svo gaman að bjóða upp á falllegan og góðann eftirrétt í matarboðinu eða veislunni. Þessi eftirréttur er bæði auðveldur og alveg guðdómlega góður. Blautur súkkulaði browniebotn, fersk ber, þeyttur rjómi og salthnetu crumble (hægt að skipta út fyrir karamellukurl).

Ég mæli með að þið prófið þennan fyrir næsta matarboð eða veislu.

öll Hráefnin í þessa uppskrift finnið þið í verslunum Hagkaups
Prenta uppskrift

  • Undirbúningur: 10 min
  • Baksturstími: 30 min
  • Samtals: 45 min
  • Fjöldi: 6-8
  • Erfiðleikastig: Auðvelt

Innihald

Brownie botn

  • 200 g súkkulaði
  • 175 g smjör
  • 325 g sykur
  • 100 g Kornax hveiti
  • 50 g Royal súkkulaðibúðingur
  • 3 stk egg

Salthnetu cumble (má sleppa, hægt að nota karamellukurl í staðinn)

  • 100 g sykur
  • 100 g salthnetur

Sætur rjómi

  • 150 ml rjómi
  • 150 ml Millac jurtarjómi, hægt að nota venjulegan rjóma líka
  • 1 msk flórsykur

Fersk ber

  • Jarðaber
  • Brómber

Aðferð

Brownie botn

  • 1)

    Við byrjum á því að bræða súkkulaði og smjör yfir vatnsbaði.

  • 2)

    Næst tökum við súkkulaðiblönduna af hitanum og hrærum sykrinum saman við.

  • 3)

    Þegar sykurinn er kominn vel saman við súkkulaðiblönduna hrærum við hveiti og Royal súkkulaðibúðings duftinu saman við.

  • 4)

    Að lokum hrærum hrærum við eggjunum saman við.

  • 5)

    Við smyrjum form vel með olíu, setjum bökunarpappír í botninn og smyrjum hann vel. Hellum deiginu í formið og bökum við 170°í 30-35 mínútur (ef formið er um 24cm).

  • 6)

    Um leið og botninn kemur úr ofninum losum við hliðarnar og hvolfum úr forminu á bökunarpappír og leyfum botninum að kólna.

Salthnetu crumble

  • 1)

    Við bræðum sykur á pönnu þar til hann er orðinn fallega brúnn.

  • 2)

    Þá hellum við hnetunum saman við og blöndum vel saman, hellum síðan á sílikonmottu eða bökunarpappír og leyfum að kólna alveg.

Sætur rjómi

  • 1)

    Stífþeytum saman rjóma, jurtarjóma og flórsykur.

Samsetning

  • 1)

    Við byrjum á því að skera út litla hringi og brownie botninum.

  • 2)

    Setjum rjómann í sprautupoka með stút nr. 865 fyrir rifflaðar doppur eða nr.806 fyrir sléttar. Svo sprautum við litlar doppur ofaná botninn.

  • 3)

    Næst myljum við niður salthnetu crumble-ið og stráum yfir rjómann.
    Ath!
    Hægt er að sleppa þessu og setja t.d. karamellukurl í staðinn. 

  • 4)

    Svo skerum við berin niður og setjum yfir.

  • 5)

    Að lokum stráum við flórsykri yfir.

Erfiðleikastig:

Erfiðleikastig:Auðvelt
Fyrri grein Næsta grein