Súkkulaði og saltkaramellu kakó

Það er fátt betra en á köldum vetrardegi að skella í heitt kakó og leggjast undir teppi!

Öll hráefnin í þessa uppskrift finnið þið í verslunum Hagkaups
Prenta uppskrift

  • Erfiðleikastig: Auðvelt

Innihald

Súkkulaði og saltkaramellu kakó

  • 600 ml mjólk
  • 300 g súkkulaði
  • 200 ml saltkaramella
  • 150 ml rjómi
  • 150 ml Millac jurtarjómi, má vera venjulegur rjómi líka

Saltkaramella

  • 250 ml rjómi
  • 2,5 dl sykur
  • 1 dl sýróp
  • 1 tsk sjávarsalt

Aðferð

Saltkaramella

  • 1)

    Við setjum rjómann, sykur, sýróp og salt saman í pott.

  • 2)

    Sjóðum karamellunna þar til hún fer að þykkna og tökum þá af hitanum. Pössum að hafa hana ekki á hæðsta stryk.

Súkkulaði og saltkaramellu kakó

  • 1)

    Við setjum mjólk og súkkulaði í pott og hitum upp að suðu.

  • 2)

    Næst bætum við saltkaramellunni saman við og hrærum vel saman.

  • 3)

    Næst þeytum við rjóma, hellum kakóinu í glas, sprautum rjóma ofaná og bætum smá saltkaramellu yfir.

Erfiðleikastig:

Erfiðleikastig:Auðvelt
Fyrri grein Næsta grein