Marengs er eitt af því sem er alltaf kærkomið á veisluborðið eða hreinlega bara í kaffinu. Þetta er mín allra allra uppáhalds marengsterta. Ég viðurkenni að það er aðeins erfiðara að gera marengstertur fallegar en það er hægt að skreyta þær eins og maður vill, ótrúlega hvað smá blóm gera til dæmis mikið. Ég mæli með að þið skellið í þessa næst þegar þið ætlið að gera vel við ykkur.