Áramóta marengsterta

Það er eitthvað við marengs, hann virðist hennta við svo mörg tilefni og getur verið svo fjölbreyttur. Þessi marengsterta henntar fullkomlega fyrir gamlárskvöld!

öll Hráefnin í þessa uppskrift finnið þið í verslunum Hagkaups
Prenta uppskrift

  • Undirbúningur: 30 min
  • Baksturstími: 1 klst 15 min
  • Samtals: 1 klst 50 min
  • Fjöldi: 10

Innihald

Marengs

  • 600 g sykur
  • 300 g eggjahvítur
  • 20 g kókos

Saltkaramella

  • 1 dl rjómi
  • 1 dl sykur
  • 40 ml sýróp
  • 1 tsk sjávarsalt
  • 1 tsk smjör

Rjómafylling

  • 150 ml rjómi
  • 150 ml Millac jurtarjómi, má vera venjulegur
  • 1 stk banani
  • 2 stk kókosbollur
  • 50 g súkkulaðihjúpur

Aðferð

Marengs

  • 1)

    Við byrjum á því að hita ofninn í 180°(viftu).

  • 2)

    Næst setjum við sykurinn á bökunarpappír og inn í ofn í 10-12 mínútur eða þar til hliðarnar fara aðeins að dekkjast/bráðna.

  • 3)

    Þegar um það bil 1 mínúta er eftir af sykrinum inn í ofni byrjum við að þeyta eggjahvíturnar og hellum síðan sykrinum smá saman við.

  • 4)

    Við þeytum blönduna þar til við hættum að finna fyrir sykurkornum í marengsinum ef við setjum smá á milli fingrana.

  • 5)

    Næst sprautum við toppinn á marengstertunni.
    Ég notaði stút nr. 2D og 865.
    Svo gerum við botninn og stráum kókos yfir.

  • 6)

    Marengsinn er bakaður við 100°(viftu) í 1 klst og 15 mín.
    Gott er að leyfa honum að kólna inn í ofni.

Saltkaramella

  • 1)

    Við setjum rjóma, sykur, síróp, salt og smjör í pott og sjóðum þar til blandan fer að þykkna aðeins.

  • 2)

    Þá tökum við karamelluna af hitanum og leyfum að kólna.

Rjómafylling

  • 1)

    Við stífþeytum saman rjóma og jurtarjóma.

  • 2)

    Skerum bananann niður í teninga og hrærum saman við rjómann ásamt kókosbollunum.

Samsetning

  • 1)

    Við byrjum á að setja rjómafyllinguna á botninn, næst setjum við karamellu yfir (pössum að hún sé ekki heit) og svo brædda súkkulaðihjúpinn. Svo fer toppurinn á, gott er að gera þessa köku sólarhring áður en hún er borin fram.

Nutrition

Fyrri grein Næsta grein