Tryllt marengsterta

Marengs er eitt af því sem er alltaf kærkomið á veisluborðið eða hreinlega bara í kaffinu. Þetta er mín allra allra uppáhalds marengsterta.

Ég viðurkenni að það er aðeins erfiðara að gera marengstertur fallegar en það er hægt að skreyta þær eins og maður vill, ótrúlega hvað smá blóm gera til dæmis mikið.

Ég mæli með að þið skellið í þessa næst þegar þið ætlið að gera vel við ykkur.

Öll Hráefnin í þessa uppskrift finnið þið í verslunum Hagkaups
Prenta uppskrift

  • Undirbúningur: 45 min
  • Baksturstími: 1 klst 5 min
  • Samtals: 3 klst 50 min
  • Fjöldi: 15
  • Erfiðleikastig Auðvelt

Innihald

Súkkulaði saltkaramella

  • 150 ml rjómi
  • 120 g sykur
  • 75 ml sýróp
  • 1/2 tsk salt
  • 2 tsk smjör
  • 1 1/2 msk kakó

Marengsbotnar

  • 6 stk eggjahvítur
  • 240 g sykur
  • 140 g púðusykur
  • 60 g Rice krispies
  • 60 g Kornflex

Fylling

  • 700 ml rjómi
  • 200 g jarðaber
  • 70 g Maltesers kúlur
  • 70 g lakkrískurl, Ég notaði frá Nóa Siríus

Aðferð

Súkkulaði saltkaramella

  • 1)

    Við setjum öll hráefnin saman í pott og leyfum að sjóða í nokkrar mínútur þar til karamellan fer aðeins að þykkna.

  • 2)

    Þá tökum við hana af hitanum og setjum í krukku/skál og leyfum að kólna.

Marengsbotnar

  • 1)

    Við byrjum á því að stífþeyta saman eggjahvítur, sykur og púðusykur. Þetta tekur smá tíma.

  • 2)

    Næst hrærum við Rice krispies og Kornflexi samanvið með sleif.

  • 3)

    Teiknum hring á þrjá bökunarpappíra og skiptum marengsinum á í þrennt og dreifum úr á bökunarpappírnum.

  • 4)

    Marengsinn er síðan bakaður við 130°(viftu) í 65 mínútur og síðan leyfum við honum að kólna inn í ofni.

Samsetning

  • 1)

    Við byrjum á því að þeyta rjómann, myljum Maltesers kúlurnar og skerum jarðaberin í bita.

  • 2)

    Setjum næst einn marengsbotn á kökudisk eða platta og ofaná hann fer þeyttur rjómi, súkkulaðikaramella, mulið maltesers, lakkrískurl og jarðaber.

  • 3)

    Setjum næsta botn ofáná og endurtökum leikinn.

  • 4)

    Að lokum fer síðasti botninn ofaná og súkkulaðikaramellan yfir.

    Hægt er að skreyta marengsinn eins og maður vill með t.d. Berjum, blómum eða sprinkelsi.

Erfiðleikastig

ErfiðleikastigAuðvelt
Fyrri grein Næsta grein