Þessar bollur eru það allra besta þegar kemur að bollum. Virka fullkomlega sem bolla með kaffinu og eftirréttur í matarboðinu!
-
Nú fer að styttast í bolludaginn, það kemur nú ekki bolludagur án þess að setja allavega eina nýja bolluuppksrift inn. Að sjálfsögðu er smá leynihráefni í fyllinginnu en það er hinn splunku nýji búðingur frá Royal sem er bananasplitt með hvítu súkkulaði. Ég mæli með að þið prófið að skella í þessu, blandan af nýja Royal búðing, smá kaffikeim, ferskum banana og saltkaramellu er alveg uppá 10.
-
Ég er nýbúin að kynnast Panda lakkrískúlunum og get með sanni að heimilismeðlimir eru orðnir háðir kúlunum! Það kemur ykkur sennilega ekki á óvart en mínar uppáhalds eru að sjálfsöðgu bleiku Panda kúlurnar sem eru með jarðaberjabragði og var því fullkomið að blanda saman tveimur hlutum sem eru í uppáhaldi, ostakaka og bleikar Panda lakkrískúlur. Panda lakkrískúlurnar koma í þremur bragðtegundum sem eru jarðaberja, lakkrís og saltkaramellu. Ég mæli hiklaust með að þið prófið að skella í þessa geggjuðu ostaköku sem er klárlega komin í uppáhald og hefur hlotið nafnið Panda ostakakan. Ég hlakka til að heyra hvað ykkur finnst um þessa.
-
Ostakökur eru í miklu uppáhaldi hjá mér og get ég staðfest að þessi er mín allra uppáhalds eins og er. Þessi er svo mjúk og góð! Eins og þið sjáið þá nota ég mjög mikið Millac jurtarjóma en ástæðan fyrir því er að hann er svo stöðugur og þæginlegur í notkun þegar þarf að vera með þeyttan rjóma í fyllingum. Líka kostur að hann er laktósafrír. En það er auðvitað hægt að nota venjulegan rjóma líka. Ég get hiklaust mælt með því að þið prófið þessa, hún er alveg dásamleg.
-
Er eitthvað betra en ylvolg vaffla með þeyttum rjóma? Og ég tala nú ekki um ef það er heit saltkaramellusósa og fersk jarðaber líka! Það er hægt að gera margar útgáfur af vöfflum og verð ég að viðurkenna að þessar tvær eru í uppáhaldi hjá mér. Önnur með þeyttum rjóma, ferskum jarðaberjum, karamellukurli og saltkaramellu. Hin með þeyttum rjóma, Nutella, banana og karamellukurli. Ég get svo sannarlega mælt með að þið prófið þessar mjúku og dásamlega góðu vöfflur.