Dumle súkkulaðidraumur!
Nú á dögunum skellti ég í algjöra bombu! Ég vill ekki einu sinni vita kaloríufjöldann í þessari köku en það þarf sko ekki stóra sneið af þessari guðdómlegu böku! Stútfull af súkkulaði og Dumle og fékk frábæra dóma frá þeim sem fengu sneið.
Þessa böku þarf ekki að baka, það tekur smá tíma að gera hana en hún er vel þess virði. Hún endist í marga daga í kæli og hægt er að skreyta hana að vild. Ég valdi að skreyta með allskonar berjum og gullflögum þar sem ég vildi hafa hana sumarlega og litríka.
Hver vill ekki eina svona sneið?
Mæli svo sannarlega að þið prófið að skella í þessa bombu!
- Undirbúningur: 1 klst 30 min
- Baksturstími: 30 min
- Samtals: 7 klst 30 min
- Fjöldi: 20 manna
- Erfiðleikastig: Miðlungs
Innihald
Botn
- 400 g Homblest kex
- 340 g Kornflex
- 300 g smjör
- 200 g Dumle
Dumle karamellu fylling
- 2 stk Mars
- 200 g Dumle
- 200 g karamellusósa
- 40 ml rjómi
- 1/4 tsk sjávarsalt
Karamellusósa
- 1 dl rjómi
- 1 dl sykur
- 1/2 dl sýróp
- 2 tsk smjör
- 1/2 tsk sjávarsalt
Súkkulaðifylling
- 450 g rjómasúkkulaði
- 200 g Konsum súkkulaði
- 200 g Dumle
- 600 ml rjómi
Vanillurjómi
- 700 ml Millac jurtarjómi, má nota venjulegan
- 1 1/2 tsk vanilludropar
Ber/skraut
- Jarðaber
- Brómber
- Blæjuber
- Bláber
- Rifsber
- Gullflögur
Aðferð
Botn
- 1)
Við byrjum á því að mylja niður kornflex og Homblest í matvinnsluvél.
- 2)
Næst bræðum við saman smjör og Dumle á vægum hita.
- 3)
Hrærum öllu vel saman.
- 4)
Smyrjum 25cm smelluform með smjöri og setjum bökunarpappír í botninn. Setjum blönduna alla í botninn og þrýstum vel niður og upp hliðarar með könnu þar til jafnt og þétt lag af botninum er komið á botninn og hliðarnar.
- 5)
Setjum botninn í frysti/kæli þar til hann stífnar.
Karamellufylling
- 1)
Setjum öll hráefnin sama í pott og bræðum á vægum hita. Pössum að standa við og hræra vel í pottinum.
Karamella
- 1)
Setjum öll hráefnin í pott og sjóðum þar til karamellan byrjar að þykkna.
Súkkulaðifylling
- 1)
Setjum öll hráefnin í pott og bræðum sama á vægum hita, pössum að standa við pottinn allan tíman og hræra.
Vanillurjómi
- 1)
Stífþeytum saman rjómann og vanilludropana.
Samsetning
- 1)
Tökum botninn úr kæli/frysti og hellum karamellufyllingunni í botninn og kælum.
- 2)
Þegar karamellufyllingin hefur kólnað í botninum hellum við súkkulaðifyllingunni í botninn og kælum í um það bil 6-8 klst. (best að leyfa að bíða yfir nótt)
- 3)
Þegar súkkulaðifyllingin hefur stífnað alveg í gegn þeytum við vanillurjómann og setjum ofaná.
- 4)
Skreytum með berjum.
Erfiðleikastig:
Erfiðleikastig: | Miðlungs |