Tiramisubolla með Dumle karamellu

Tiramisu er einn af mínum uppáhalds eftirréttum. Ég elska að gera nýjar útfærslur með svipuðum brögðum og er þessi tiramisubolla ein af mínum allra allra uppáhalds. Þetta virkar sem geggjuð bolla í kaffitímanum ásamt því að geta verið tilvalin eftirréttur í matarboðinu.

Mæli virkilega með því að þið prófið að skella í þessar!

öll Hráefnin í þessa uppskrift finnið þið í verslunum Hagkaups
Prenta uppskrift

  • Undirbúningur: 40 min
  • Baksturstími: 30 min
  • Samtals: 1 klst 20 min
  • Fjöldi: 10-12 bollur
  • Erfiðleikastig: Auðvelt

Innihald

Vatndeigsbollur

  • 3 stk egg
  • 300 ml vatn
  • 160 g Kornax hveiti
  • 150 g smjör

Dumle karamella

  • 1 stk Dumle poki
  • 2 msk rjómi

Tíramísú fylling

  • 150 ml rjómi
  • 50 g Mascarpone
  • 50 g rjómostur
  • 50 g flórsykur
  • 2 msk sterkt kaffi, uppáhelt
  • kakó

Aðferð

Vatndeigsbollur

  • 1)

    Hitið ofninn í 175°(viftu

  • 2)

    Setjið vatn og smjör í pott. Þegar suðan er komin upp er potturinn tekinn af hitanum og hveitinu hrært saman við þar til deigið hættir að festast við hliðarnar.

  • 3)

    Deigið sett í hrærivélaskál og hrært þar til deigið kólnar.

  • 4)

    Næst er eggjunum bætt saman við einu í einu þar til þau hafa blandast vel saman við deigið.

  • 5)

    Að lokum sprautum við bollur (líka hægt að nota skeið) á bökunarpappír   eða sílikonmottu og bökum við  175°C heitum ofni í að minnsta kosti 20 mínútur.
    Athugið – Ekki má opna ofninn á meðan bollurnar eru að bakast.

Dumle karamella

  • 1)

    Við setjum Dumle karamellurnar í pott ásamt rjómanum og bræðum á vægum hita.

Tiramisu fylling

  • 1)

    Við þeytum saman rjómaost, mascarpone, flórsykur og kaffi.

  • 2)

    Í annarri skál þeytum við rjómann.

  • 3)

    Svo blöndum við rjómaostablöndunni og rjómanum varlega saman með sleif.

Samsetning

  • 1)

    Setjum Tiramisu fyllingunna á botninn og stráum kakói yfir (best a nota sigti).

  • 2)

    Setjum Dumle karamelluna á lokið og stráum að lokum meira kakói yfir.

Erfiðleikastig:

Erfiðleikastig:Auðvelt
Fyrri grein Næsta grein