Fullkomin súkkulaði ostakaka

janúar 23, 2022Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir

Ostakökur eru í miklu uppáhaldi hjá mér og get ég staðfest að þessi er mín allra uppáhalds eins og er. Þessi er svo mjúk og góð!

Eins og þið sjáið þá nota ég mjög mikið Millac jurtarjóma en ástæðan fyrir því er að hann er svo stöðugur og þæginlegur í notkun þegar þarf að vera með þeyttan rjóma í fyllingum. Líka kostur að hann er laktósafrír. En það er auðvitað hægt að nota venjulegan rjóma líka.

Ég get hiklaust mælt með því að þið prófið þessa, hún er alveg dásamleg.

Prenta uppskrift

  • Undirbúningur: 30 min
  • Samtals: 4 klst 30 min
  • Fjöldi: 10

Hráefni

Botninn

  • 200 g smjör, brætt
  • 380 g hafrakex

Fylling

  • 300 g mjólkursúkkulaði, líka hægt að nota karamellusúkkulaði
  • 50 ml kaffi/rjómi, má sleppa kaffi, bæta þá rjóma við í staðinn.
  • 100 ml rjómi
  • 500 ml rjómi, ég notaði Millac
  • 130 g flórsykur
  • 450 g rjómaostur

Skreyting

  • 300 ml rjómi

Aðferð

Botninn

  • 1)

    Við byrjum á því að setja kexið í matvinnsluvél og mylja vel niður.

  • 2)

    Næst bræðum við smjörið og hrærum saman við kexið.

  • 3)

    Smyrjum smelluform vel með smjöri og þjöppum blöndunni þétt og jafnt ofaní formið. Setjum í kæli.

Fylling

  • 1)

    Við byrjum á því að setja súkkulaðið,  100ml af rjóma (150 ef þið sleppið kaffi) og kaffi í skál bræðum saman inn í örbylgjuofni. Hrærum svo vel saman og setjum til hliðar.

  • 2)

    Þeytum 500ml af rjóma.

  • 3)

    Hrærum rjómaostinum, flórsykri og 2/3 af súkkulaðiblöndunni saman við þeytta rjómann.

  • 4)

    Næst setjum við blönduna í formið og pössum að slétta vel toppinn, setjum svo formið í kæli í amk. 2 klst.

  • 5)

    Þegar kakan er orðin köld setjum við restina af súkkulaðiblöndunni yfir, ef súkkulaðið er orðið mjög þykkt er gott að setja það í örbylgjuofninn í nokkrar sekúndur til að auðveldara sé að hella því yfir. Passa þarf að það sé ekki of heitt þegar því er hellt yfir ostakökuna.

  • 6)

    Næst setjum við kökuna í kæli í 2 klst.

Skreyting

  • 1)

    Stífþeytum rjóma og setjum í sprautupoka með stút að eigin vali. Sprautum rjóma meðfram brúnunum.
    Hægt að bæta við kökuskrauti eða súkkulaði til að skreyta rjómann.

Fyrri grein Næsta grein