Undafarnadaga hef ég verið að reyna að finna skemmtilega afþreyingu fyrir stelpurnar mínar þar sem maður er mikið heima þessa dagana. Eitt af því sem þær elska er að hjálpa mér að baka og undirbjó ég því litla skreytingardiska fyrir þær með bollaköku. Ég notaði litla málingarskífur þar sem ég setti bollakökurnar í miðjuna og í kring setti ég síðan litríkt og skemmtilegt sprinkles, súkkulaðiperlur og súkkulaðiegg. Svo var ég með smjörkrem í sprautupoka. Kökuskrautið sem ég nota fæst í litlu búðinni okkar Bake me a wish sem þið finnið hér og eggin og súkkulaðiperlurnar keypti ég í Hagkaup.Skífan undir ætti að fást í Söstrene eða Flying Tiger. Þetta sló í gegn hjá systrum og sátu þær í daggóða stund og dunduðu sér við að…
-
Það er svo nauðsynlegt að geta kúplað sig annað slagið frá hversdagsleikanum og notið þess að vera par þó það sé ekki nema í sólarhring. Það var löngu komin tími á að við Atli myndum aðeins komast tvö saman í burtu og njóta þess að vera saman eftir annasama mánuði. Við vorum svo heppin að Hótel Grímsborgir buðu okkur til sín í gistingu og þriggja rétta máltíð sem var virkilega kærkomið eftir tarnir síðustu mánuði. Ég hafði aldrei komið þangað en heyrt virkilega góða hluti, ég get með sanni sagt að ég var alls ekki fyrir vonbrigðum enda virkilega fallegt hótel á dásamlegum stað. Við mættum rétt eftir hádegi á laugardegi og beið okkar æðisleg svíta með heitum potti fyrir utan sérstaklega fyrir okkar herbergi.…
-
Eitt af því sem ég elska við jólin er hvað maður gerir allt hátíðlegt á fallegt. Á aðfangadagskvöld er heimilið svona aðeins extra og ekki er þá borðið skilið eftir. Mér finnst svo notalegt að dúlla mér við að gera borðið fallegt og í ár notaði ég mína uppáhaldsliti. Það kemur ykkur sennilega ekki á óvar að það leynist örlítið bleikt þarna, minna en venjulega en hvítt, dökk blátt og bleikt er þemað í ár. Miðjan á borðinu skartar fallegum greinum ásamt fölbleikum rósum, gervisnjó, hvítum fjaðrakúlum og dásamlegu Cobra kertastjökunum frá Georg Jensen. Ég hafði sé á annaðhvort Pinterest eða Instagram myndband þar sem servíettan var brotin saman eins og slaufa og fannst það fullkomið á veisluborðið (þið getið fundið leiðbeiningar í highlights á…
-
Við fórum með Marín Helgu í 1 árs smash cake myndartöku í lok janúar og myndirnar voru alveg dásamlegar! Áður en ég fór í myndartökuna var ég búin að plana hvernig ég vildi hafa skrautið og allt saman og var ég svo heppin að fá æðislegt skraut í Partývörur þar er svo gríðalega mikið úrval af æðislegu skrauti fyrir öll tilefni, allt skrautið er frá þeim nema pilsið, gerviblómin og kakan er auðvitað úr Sætum Syndum. Við völdum bleikt og gyllt þema þar sem það verða þemalitirnir í herberginu hennar og fer stór mynd í ramma upp á vegginn þar. Við gerðum það sama með Önnu Hrafnhildi þegar hún varð 1 árs, hér getið þið séð myndirnar úr þeirri myndartöku. Við erum svo ánægð með myndirnar og það verður erfitt…
-
Mig langar að deila með ykkur nokkrum bökunarráðum sem mér þykir gott að vera með við hendina þegar kemur að bakstrinum. Gott er að hafa í huga að ef það er tekið fram í uppskrift að smjör, mjólk eða annað eigi að vera kalt eða við stofuhita er best að fylgja því, þá eru meiri líkur á sem bestum árangri í bakstrinum. Ef smjörið er kalt og í uppskriftinni er tekið fram að það eigi að vera við stofu hita er gott að skera það niður í teninga eða fletja það út með því að vera með smjörpappír sitthvorum megin við smjörið. Þá tekur enga stund fyrir smjörið að ná stofuhita. Ger geymist best í frysti til lengri tíma. Bökunarpappír! Best er að setja bökunarpappír…
-
Mig langar að deila með ykkur myndum úr nafnaveislunni hjá henni Marín Helgu Haukdal.