4 ára hafmeyjuafmæli

júlí 11, 2019Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir

Yndislega stóra stelpan okkar hún Anna Hrafnhildur varð 4 ára 1.júlí. Hún var búin að bíða svo lengi eftir afmælinu sínu og var fyrir mörgum mánuðum búin að biðja um hafmeyju afmæli. Ég gerði því mitt besta í að gera fallegt hafmeyju afmæli fyrir hana.

Allt skrautið var úr Partývörur, get svo sannarlega mælt með þjónustunni þar. Þær mæðgur eru með fullt að skemmtilegum hugmyndum og hjálpa manni að útfæra veisluna eins og maður vill. Ég var ekki alveg 100% ákveðin með litina og fékk mjög góða aðstoð að para saman skemmtilega liti. Hér getið þið skoðað úrvalið hjá þeim

Ég gerði allar veitingar sjálf með hjálp frá dásamlega manninum mínum en allar þessar veitingar er hægt að fá í Sætar syndir  þar sem ég vinn. 

Marengsstafurinn frægi er eitt af því sem alltaf klárast.

Þetta var ótrúlega dýrmæt og skemmtileg stund með 4 ára prinsessunni okkar , fjölskyldu og vinum.

Fyrri grein Næsta grein