1 árs afmælisveisla

mars 8, 2019Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir

Hún Marín Helga varð 1 árs þann 22.febrúar og héldum við auðvitað upp á afmælið hennar með uppáhalds fólkinu okkar. Ég viðurkenni að ég var búin að liggja í marga mánuði yfir Pinterest til þess að ákveða hvernig ég vildi hafa afmælið og skipti ansi oft um skoðun. En svona rúmlega viku fyrir afmælið komst ég að loka niðurstöðu og ákvað að hafa ljósbleikt og rosegold þema sem kom alveg ótrúlega vel út.

Veitingarnar bakaði ég sjálf en þær eru allar fáanlega í Sætum Syndum.
Ég var alveg viss um að ég væri með allt of mikið af veitingum en það kláraðist alveg ótrúlega mikið.
Allt skraut nema nafnaborðinn var frá Partývörum, þær eru með svo mikið úrval af fallegu skrauti í öllum litum og ekki skemmir hvað þjónustan er frábær. Ég var eitthvað óákveðinn með hvernig ég ætlaði að hafa þetta og treysti þeim 100% til að aðstoða og útkoman var guðdómleg!
Ég ætla að deila með ykkur myndum af því sem við vorum með í afmælinu.

Veitingarnar slóu í gegn en uppskriftir af kökunum finni þið hér.

Ég pantaði af Ali ótrúlega skemmtilegan nafnaborða sem ég var með uppá vegg í veislunni en færði svo inn í herbergið hennar og fær hann að hanga þar á veggnum. Borðann finnið þið hér.

Blöðrulengjan kom svo fallega út og það gerði eitthvað svo extra fyrir hana að hafa grænt með. Rosegold dúkurinn passaði svo vel með öllum veitingunum á borðinu og svo var ég með blöðrur hér og þar um íbúðina.

Við vorum svo ánægð með þennan fallega dag.


Fyrri grein Næsta grein