Krakkaföndur-bollakökur

Undafarnadaga hef ég verið að reyna að finna skemmtilega afþreyingu fyrir stelpurnar mínar þar sem maður er mikið heima þessa dagana. Eitt af því sem þær elska er að hjálpa mér að baka og undirbjó ég því litla skreytingardiska fyrir þær með bollaköku.

Ég notaði litla málingarskífur þar sem ég setti bollakökurnar í miðjuna og í kring setti ég síðan litríkt og skemmtilegt sprinkles, súkkulaðiperlur og súkkulaðiegg. Svo var ég með smjörkrem í sprautupoka.
Kökuskrautið sem ég nota fæst í litlu búðinni okkar Bake me a wish sem þið finnið hér og eggin og súkkulaðiperlurnar keypti ég í Hagkaup.
Skífan undir ætti að fást í Söstrene eða Flying Tiger.

Þetta sló í gegn hjá systrum og sátu þær í daggóða stund og dunduðu sér við að gera sína köku. Önnur aðeins einbeittari en hin meira í að smakka aðeins kremið.

Hér finnið þið uppskrift af bollakökum og kremi.

Fyrri grein Næsta grein