Dásamleg 1 árs smash a cake myndartaka

júlí 23, 2019Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir

Við fórum með Marín Helgu í 1 árs smash cake myndartöku í lok janúar og myndirnar voru alveg dásamlegar!

Áður en ég fór í myndartökuna var ég búin að plana hvernig ég vildi hafa skrautið og allt saman og var ég svo heppin að fá æðislegt skraut í Partývörur  þar er svo gríðalega mikið úrval af æðislegu skrauti fyrir öll tilefni, allt skrautið er frá þeim nema pilsið, gerviblómin og kakan er auðvitað úr Sætum Syndum. Við völdum bleikt og gyllt þema þar sem það verða þemalitirnir í herberginu hennar og fer stór mynd í ramma upp á vegginn þar. Við gerðum það sama með Önnu Hrafnhildi þegar hún varð 1 árs, hér getið þið séð myndirnar úr þeirri myndartöku.

Það er mjög mikilvægt að koma tánum aðeins í kökuna.
Sjá þennan bræðing!
Það er bara eitthvað svo dásamlegt við þessa, eigum eins mynd af Önnu úr hennar myndartöku!

Við erum svo ánægð með myndirnar og það verður erfitt að velja úr þeim hver fer upp á vegg.

Fyrri grein Næsta grein