Foreldrafrí á Hótel Grímsborgum

mars 17, 2020Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir

Það er svo nauðsynlegt að geta kúplað sig annað slagið frá hversdagsleikanum og notið þess að vera par þó það sé ekki nema í sólarhring. Það var löngu komin tími á að við Atli myndum aðeins komast tvö saman í burtu og njóta þess að vera saman eftir annasama mánuði.


Við vorum svo heppin að Hótel Grímsborgir buðu okkur til sín í gistingu og þriggja rétta máltíð sem var virkilega kærkomið eftir tarnir síðustu mánuði. Ég hafði aldrei komið þangað en heyrt virkilega góða hluti, ég get með sanni sagt að ég var alls ekki fyrir vonbrigðum enda virkilega fallegt hótel á dásamlegum stað.

Við mættum rétt eftir hádegi á laugardegi og beið okkar æðisleg svíta með heitum potti fyrir utan sérstaklega fyrir okkar herbergi. Við tókum göngu í fallega umhverfinu og skelltum okkur svo í pottinn fyrir matinn. Ég get ekki annað en hrósað þjónustunni sem var alveg til fyrirmyndar og hreinlætið alveg tip top.

Maturinn var mjög góður og hægt að velja úr fjölbreyttu úrvali á matseðli. Það er eitthvað við það að sitja í svona notalegu umhverfi að borða góðan mat og þjónustan var auðvitað til fyrirmyndar á veitingarstaðnum.

Eftir matinn settumst við fyrir framan arineld og fengum okkur einn kokteil og spjölluðum saman.

Ég er mjög veik fyrir góðu morgunverðarhlaðborði og var því svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum með það. Hægt var að biðja um nýbakaðar vöfflur með morgunmatnum og eins var starfsmaður á staðnum sem skelli í ommelettu eftir ósk hver og eins.

Ég get ekki annað en mælt með því frá mínum yrstu hjartarótum að þið kíkið á Hótel Grímsborgir ef þið eruð að hugsa um að taka smá frí, ég á alveg pottþétt eftir að koma þarna aftur og stoppa lengur en sólarhring!

Fyrri grein Næsta grein