10 bökunarráð sem gott er að hafa í huga

júlí 13, 2019Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir

Mig langar að deila með ykkur nokkrum bökunarráðum sem mér þykir gott að vera með við hendina þegar kemur að bakstrinum.

  1. Gott er að hafa í huga að ef það er tekið fram í uppskrift að smjör, mjólk eða annað eigi að vera kalt eða við stofuhita er best að fylgja því, þá eru meiri líkur á sem bestum árangri í bakstrinum.
  2. Ef smjörið er kalt og í uppskriftinni er tekið fram að það eigi að vera við stofu hita er gott að skera það niður í teninga eða fletja það út með því að vera með smjörpappír sitthvorum megin við smjörið. Þá tekur enga stund fyrir smjörið að ná stofuhita.
  3. Ger geymist best í frysti til lengri tíma.
  4. Bökunarpappír! Best er að setja bökunarpappír neðst í kökuformin fyrir jafnari bakstur, eins er auðveldara að ná kökunni úr forminu. Mikilvægt er þó að muna að smyrja formin vel eða spreya með olíu.
  5. Ef þú ætlar að hylja köku með smjörkremi er best að vinna með frostna botna, þá er auðveldara að eiga við kökuna og molnar minna úr henni.
  6. Ef þú ert í vafa með hvort að kakan er tilbúin er gott að stinga tannstöngli í miðjuna á kökunni, ef hann kemur hreinn uppúr kökunni er kakan tilbúin.
  7. Ef það á að nota hnetur í uppskrift er best að rista þær, þá magnast bragðið margfalt.
  8. Ef á að nota súrmjólk í uppskrift er hægt að skipta henni út fyrir sýðran rjóma eða gríska jógúrt án þess að það hafi áhrif á útkomuna.
  9. Ef það á að vera mjólk í uppskrift og þú átt bara undarennu er gott að bæta 2 matskeiðum af smjöri við til að fá sem besta útkomu.
  10. Púðursykur! Til að halda púðusykri mjúkum er gott að skella 2 sykurpúðum með í pokann.
Fyrri grein Næsta grein