Sumareftirréttur á grillið
Þessi eftirréttur er fullkomin í partý-ið, grillveisluna eða bara í kósykvöld. Hann er fljótlegur, auðveldur og auðvitað ómótstæðilega góður. Það er hægt að leika sér með ávextina í réttinum, bæta við ávöxtum eða taka úr það sem maður vill ekki hafa.
Þessi eftirréttur hefur verið mjög vinsæll í matarboðum og grillveislum síðustu ár.
Rétturinn er borinn fram með ljúffengum vanilluís.
Aðferð
- 1)
Við byrjum á því að skera ávextina niður í munnbitastærð og setja þá á pönnu eða eldfastmót sem þolir grill.
- 2)
Næst setjum við kókosbollur ofaná og kremjum yfir ávextina.
- 3)
Síðan skellum við pönnunni/mótinu á grill í um það bil 7-10 mínútur.
- 4)
Að lokum berum við þetta fram með ljúffengum vanillu ís.