Dumle súkkulaðidraumur!

maí 19, 2020Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir

Prep time: 1 klst 30 min

Cook time: 30 min

Serves: 20 manna

Calories: Miðlungs

Prenta uppskrift

 • Undirbúningur: 1 klst 30 min
 • Baksturstími: 30 min
 • Samtals: 7 klst 30 min
 • Fjöldi: 20 manna
 • Erfiðleikastig: Miðlungs

Innihald

Botn

 • 400 g Homblest kex
 • 340 g Kornflex
 • 300 g smjör
 • 200 g Dumle

Dumle karamellu fylling

 • 2 stk Mars
 • 200 g Dumle
 • 200 g karamellusósa
 • 40 ml rjómi
 • 1/4 tsk sjávarsalt

Karamellusósa

 • 1 dl rjómi
 • 1 dl sykur
 • 1/2 dl sýróp
 • 2 tsk smjör
 • 1/2 tsk sjávarsalt

Súkkulaðifylling

 • 450 g rjómasúkkulaði
 • 200 g Konsum súkkulaði
 • 200 g Dumle
 • 600 ml rjómi

Vanillurjómi

 • 700 ml Millac jurtarjómi, má nota venjulegan
 • 1 1/2 tsk vanilludropar

Ber/skraut

 • Jarðaber
 • Brómber
 • Blæjuber
 • Bláber
 • Rifsber
 • Gullflögur

Aðferð

Botn

 • 1)

  Við byrjum á því að mylja niður kornflex og Homblest í matvinnsluvél.

 • 2)

  Næst bræðum við saman smjör og Dumle á vægum hita.

 • 3)

  Hrærum öllu vel saman.

 • 4)

  Smyrjum 25cm smelluform með smjöri og setjum bökunarpappír í botninn. Setjum blönduna alla í botninn og þrýstum vel niður og upp hliðarar með könnu þar til jafnt og þétt lag af botninum er komið á botninn og hliðarnar.

 • 5)

  Setjum botninn í frysti/kæli þar til hann stífnar.

Karamellufylling

 • 1)

  Setjum öll hráefnin sama í pott og bræðum á vægum hita. Pössum að standa við og hræra vel í pottinum.

Karamella

 • 1)

  Setjum öll hráefnin í pott og sjóðum þar til karamellan byrjar að þykkna.

Súkkulaðifylling

 • 1)

  Setjum öll hráefnin í pott og bræðum sama á vægum hita, pössum að standa við pottinn allan tíman og hræra.

Vanillurjómi

 • 1)

  Stífþeytum saman rjómann og vanilludropana.

Samsetning

 • 1)

  Tökum botninn úr kæli/frysti og hellum karamellufyllingunni í botninn og kælum.

 • 2)

  Þegar karamellufyllingin hefur kólnað í botninum hellum við súkkulaðifyllingunni í botninn og kælum í um það bil 6-8 klst. (best að leyfa að bíða yfir nótt)

 • 3)

  Þegar súkkulaðifyllingin hefur stífnað alveg í gegn þeytum við vanillurjómann og setjum ofaná.

 • 4)

  Skreytum með berjum.

Erfiðleikastig:

Erfiðleikastig:Miðlungs
Fyrri uppskrift Næsta uppskrift