Það eru danskir dagar í verslunum Hagkaupa og því tilvalið að skella í Danskar flødebollerm, þessar eru með kransakökubotni og eru alveg hættulega góðar. Þessar eru bæði auðveldar og fljótlegar en í þ´ær notaði ég tilbúið kransakökudeig frá Odense. Ég get hiklaust mælt með að þið prófið að skella í þessar.
-
Það er svo notalegt að eyða stund saman í eldhúsinu um páskana, stelpurnar mínar elska að fá að búa til skemmtilegt páskanammi fyrir páskana og er þetta eitt af því. Þetta er bæði fljótlegt og gott, það er hægt að leika sér mikið með þetta og setja það nammi sem maður vill útí. Þetta er fullkomið nammi til að eiga í kælinum og bjóða uppá þegar koma gestir eða bara til að næla sér í eitthvað gott með kaffibollanum. Það er líka skemtilegt að nota þetta í heimatilbúna gjöf. Ég vona að þið eigið yndislega páska með fólkinu ykkar.Gleðilega páska!
-
Franskar makkar´ónur er eitt af því sem margir elska en leggja ekki í að baka, þær eru ótrúlega góðar og fallegar á veisluborðið og hægt að nota í skraut á kökur og aðra eftirrétti. Ég hef prófað margar uppskriftir og er þetta sú sem er alveg skotheld ef maður fer vel eftir uppskriftinni. Það skiptir miklu máli að setja góða fyllingu í makkarónurnar og notaði ég í þetta skipti lemon curd og súkkulaði saltkaramellu frá Stonewall kitchen. Áferðin á því er fullkomin sem fylling í makka´rónur og ekki skemmir fyrir hvað þessar vöru eru góðar. Það skiptir mjög miklu máli að fara vel eftir uppskriftinni svo að makkarónurnar heppnist vel og gæta þess að lesa öll skrefin. Ég mæli með að prófa að skella í…
-
Ég elska að finna mér eitthvað sætt og gott til að grípa í millimál án þess að það sé fullt af sykir. Þessar klikka aldrei og ekki er verra hvað þær eru góða og fljótlegar! Stelpurnar mínar elska þessar og þeim finnst svo gaman að fá að hjálpa til við að búa þær til. Fyrir þá sem eru viðkvæmir fyrir hnetusmjöri er hægt að skipta út fyrir möndlusmjör eða hálfan banana og smá smjör. Þessar henta líka mjög vel í brunchinn! Mæli hiklaust með að þið prófið þessar.