Dásamlegir Kornflextoppar

Það eru ákveðnar uppskriftir sem ég geri fyrir öll jól, það sem var í uppáhaldi hjá mér sem barn sem mamma bakaði fyrir jólin. Kornflextoppar eru eitt af því sem voru í miklu uppáhaldi, þessir eru nánast alveg eins og þessir gömlu góðu fyrir utan það að ég bætti við karamellukurli sem gerir þá enn betri.

Mæli með að þið prófið að skella í þessa, hún er einföld, fljótleg og rosalega góð!

Öll hráefnin í þessa uppskrift finnið þið í verslunum Hagkaups.

Prenta uppskrift

 • Erfiðleikastig: Auðvelt

Innihald

Kornflextoppar

 • 160 g eggjahvítur
 • 400 g púðusykur
 • 100 g kornflex
 • 150 g kókos
 • 75 g súkkulaði, saxað eða bitar
 • 75 g karamellukurl
 • 1 tsk vanillusykur

Aðferð

Kornflextoppar

 • 1)

  Við byrjum á því að hita ofninn í 150°(viftu).

 • 2)

  Næst setjum við eggjahvítur, púðusykur og vanillusykur í hrærivélaskál og stífþeytum saman.

 • 3)

  Svo hrærum við kókos, kornflexi, súkkulaði og karamellukurli saman við með sleif.

 • 4)

  Að lokum setjum við kökurnar á bökunarpappír með skeið og bökum við 150°í  um það bil 15 mínútur.

Erfiðleikastig:

Erfiðleikastig:Auðvelt
Fyrri grein Næsta grein