Tryllt marengsbomba

apríl 13, 2020Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir

Prep time: 45 min

Cook time: 1 klst 5 min

Serves: 15

Calories: Auðvelt

Prenta uppskrift

 • Undirbúningur: 45 min
 • Baksturstími: 1 klst 5 min
 • Samtals: 3 klst 50 min
 • Fjöldi: 15
 • Erfiðleikastig Auðvelt

Innihald

Súkkulaði saltkaramella

 • 150 ml rjómi
 • 120 g sykur
 • 75 ml sýróp
 • 1/2 tsk salt
 • 2 tsk smjör
 • 1 1/2 msk kakó

Marengsbotnar

 • 6 stk eggjahvítur
 • 240 g sykur
 • 140 g púðusykur
 • 60 g Rice krispies
 • 60 g Kornflex

Fylling

 • 700 ml rjómi
 • 200 g jarðaber
 • 70 g Maltesers kúlur
 • 70 g lakkrískurl, Ég notaði frá Nóa Siríus

Aðferð

Súkkulaði saltkaramella

 • 1)

  Við setjum öll hráefnin saman í pott og leyfum að sjóða í nokkrar mínútur þar til karamellan fer aðeins að þykkna.

 • 2)

  Þá tökum við hana af hitanum og setjum í krukku/skál og leyfum að kólna.

Marengsbotnar

 • 1)

  Við byrjum á því að stífþeyta saman eggjahvítur, sykur og púðusykur. Þetta tekur smá tíma.

 • 2)

  Næst hrærum við Rice krispies og Kornflexi samanvið með sleif.

 • 3)

  Teiknum hring á þrjá bökunarpappíra og skiptum marengsinum á í þrennt og dreifum úr á bökunarpappírnum.

 • 4)

  Marengsinn er síðan bakaður við 130°(viftu) í 65 mínútur og síðan leyfum við honum að kólna inn í ofni.

Samsetning

 • 1)

  Við byrjum á því að þeyta rjómann, myljum Maltesers kúlurnar og skerum jarðaberin í bita.

 • 2)

  Setjum næst einn marengsbotn á kökudisk eða platta og ofaná hann fer þeyttur rjómi, súkkulaðikaramella, mulið maltesers, lakkrískurl og jarðaber.

 • 3)

  Setjum næsta botn ofáná og endurtökum leikinn.

 • 4)

  Að lokum fer síðasti botninn ofaná og súkkulaðikaramellan yfir.

  Hægt er að skreyta marengsinn eins og maður vill með t.d. Berjum, blómum eða sprinkelsi.

Erfiðleikastig

ErfiðleikastigAuðvelt
Fyrri uppskrift Næsta uppskrift