Naan grillbrauð

Ég hef gert þetta naan grillbrauð í mörg ár og það slær alltaf í gegn. Við notum það bæði sem meðlæti og gerum líka naanlokur úr þeim.

Það er bæði hægt að grilla það eða steikja á pönnu.

Prenta uppskrift

  • Undirbúningur: 1 klst
  • Baksturstími: 15 min
  • Samtals: 1 klst 15 min
  • Fjöldi: 12-14 stk
  • Erfiðleikastig: Auðvelt

Innihald

Naan grillbrauð

  • 600 g Kornax hveiti , (bláa)
  • 26 g sykur
  • 11 g þurrger
  • 1 tsk salt
  • 2 tsk lyftiduft
  • 200 ml mjólk, (volg)
  • 60 ml ólivu olía
  • 180 g hrein jógúrt, (má líka nota ab mjólk, gríska jógúrt eða annað sambærilegt)
  • 1 tsk hvítlauksduft
  • 1 tsk rósmarín eða timían, (má nota hvaða krydd sem er)

Hvítlaukssmjör

  • 250 g smjör
  • 3 stk hvítlauksrif
  • 1/2 tsk hvítlauksduft

Aðferð

Naan grillbrauð

  • 1)

    Við byrjum á því að setja þurrgerið í volga mjólkina og leyfum að standa í 5 mínútur.

  • 2)

    Næst hrærum við saman öllum þurrefnum.

  • 3)

    Þegar öll þurrefnin eru komin saman hrærum við þurrgersblöndunni, hreinu jógúrtinni og olíuni saman.

  • 4)

    Við hnoðum deigið vel og setjum til hliðar og leyfum að hefast í að minnsta kosti 45 mínútur.

  • 5)

    Þegar degið er klárt skiptum við því í 10-14 bita og notum hendurnar til þess að fletja brauðið út í þá stærð sem við kjósum. Mér þykir betra að hafa það þynnra en ef á að gera naanlokur er betra að hafa það þykkara.

  • 6)

    Næst er brauðið grillað (líka hægt að nota pönnu), penslum það með hvítlaukssmjörinu meðan við grillum það. Hægt er að bæta kryddi á brauðið eftir smekk.

Hvítlaukssmjör

  • 1)

    Við byrjum á því að bræða smjörið.

  • 2)

    Næst söxum við (eða notum hvítlaukspressu) hvítlaukinn og bætum honum út í smjörið ásamt hvítlauksduftinu.

Erfiðleikastig:

Erfiðleikastig:Auðvelt
Fyrri grein Næsta grein