Tiramisu pönnuköku kaka

Ég er mikill aðdáandi Tiramisu og finnst skemmtilegt að prófa nýjar og öðruvísi uppskriftir af þessum skemmtilega eftirrétt.

Meðan við vorum fyrir norðan var mig farið að klægja í puttana mig langaði svo mikið til þess að baka og datt því í hug að prófa þessa guðdómlegu útfærlsu á Tiramisu. Ég get svo sannarlega mælt með að þið prófið þessa!

Prenta uppskrift

  • Undirbúningur: 10 min
  • Baksturstími: 30 min
  • Samtals: 50 min
  • Fjöldi: 15
  • Erfiðleikastig: Auðvelt

Innihald

Pönnukökur

  • 500 g Kornax hveiti
  • 150 g sykur
  • 1 tsk lyftiduft
  • 1/2 tsk matarsódi
  • 1/2 tsk salt
  • 2 tsk vanilludropar
  • 2 stk egg
  • 850 ml mjólk
  • 150 ml heitt kaffi
  • 100 g smjör, brætt
  • Möguleika auka kaffi til að þynna deigið, fer eftir smekk.

Tiramisu fylling

  • 250 g Mascarpone rjómaostur
  • 200 g rjómaostur
  • 500 ml rjómi, þeyttur
  • 1 tsk vanilludropar
  • 4 tsk instant kaffi
  • 400 g flórsykur

Aðferð

Pönnukökur

  • 1)

    Við byrjum á því að hræra öllum þurrefnunum saman.

  • 2)

    Næst hrærum við mjólk, eggjum og vanilludropum saman og hrærum svo smá saman við þurrefnablönduna.

  • 3)

    Þegar deigið er orðið kekkjalaust er brædda smjörinu hrært saman við.

  • 4)

    Athugið!
    Hægt er að þynna deigið með kaffi ef þið viljið hafa pönnukökurnar þynnri, fer eftir smekk.

  • 5)

    Næst hittum við pönnuköku pönnuna og smyrjum með smjöri.

  • 6)

    Steikjum svo pönnukökurnar og kælum.

Tiramisu fylling

  • 1)

    Við byrjum á því að þeyta saman rjómaost, mascarpone rjómaost,vanilludropum, flórsykri og instant kaffinu.

  • 2)

    Næst þeytum við rjómann en pössum að stífþeyta hann ekki alveg.

  • 3)

    Að lokum hrærum við öllu varlega saman.

Samsetning

  • 1)

    Þegar pönnukökurnar hafa kólnað byrjum við að setja kökuna saman.

  • 2)

    Byrjum á því að setja eina pönnuköku og 2-3 msk af fyllingu og svo koll af kolli.

  • 3)

    Við pössum að setja ekki fyllingu á efstu pönnukökuna en þar stráum við vel af kakó-i yfir með sigti.

  • 4)

    Passa þarf að leyfa kökunni að vera í kæli í að minnsta kosti klukkustund áður en hún er borin fram.

Erfiðleikastig:

Erfiðleikastig:Auðvelt
Fyrri grein Næsta grein