Marengsstafur
Stafakökur er eitt af því sem er orðið virkilega vinsælt hér á landi. Ég hef gert nokkrar útfærslur en þennan marengsstaf er sjaldan hægt að toppa!
- Undirbúningur: 25 min
- Baksturstími: 1 klst 30 min
- Samtals: 3 klst
- Fjöldi: 25
- Erfiðleikastig: Miðlungs
Innihald
Marengsstafur
- 700 gr. Sykur
- 350 gr. Eggjahvítur, við stofuhita
Fylling
- 6 stk. Kókosbollur
- 300 gr. Jarðaber
- 1,5 dl. Omnom krunch, Nóa kropp eða Maltesers
- 150 ml. Rjómi
- 150 ml. Millac gold jurtarjómi
Skreyting
- 700 ml. Rjómi
- 700 ml. Millac gold jurtarjómi
- 8 stk. Makkarónur
- 20 stk. Marengskossar
- 20 stk. Nóa kropp, Omnom krunch eða Maltesers
Aðferð
Marengsstafur
- 1)
Við byrjum á því að dreifa jafnt úr sykrinum á bökunarpappír á tvær ofnplötur.
- 2)
Svo fer sykurinn inn í 180° heitan ofn í 8-10 mínútur eða þar til sykurinn byrjar að bráðna örlítið á hliðunum.
- 3)
Þegar um það bil 1 mínúta er eftir af sykrinum inn í ofni byrjum við að þeyta eggjahvíturnar í hrærívél.
- 4)
Svo bætum við sykrinum 1-2 msk. í einu saman við eggjahvíturnar og höldum áfram að þeyta.
- 5)
Þegar blandan er aðeins byrjuð að kólna tökum við hana og setjum í sprautupoka, sprautum útlínur af stafnum sem við ætlum að gera, fyllum svo inn í hann með marengs og sléttum vel.
- 6)
Marengsinn fer síðan inn í 95°heitan ofn í 1 klukkustund og 30 mínútur eða þar til marengsinn er bakaður í gegn. Þetta gæti tekið lengri tíma, fer eftir því hversu þykkur marengsinn er. Ef marengsinn er bakaður deiginum áður er gott að skilja hann eftir inn í ofn og leyfa honum að þorna þar.
Fylling
- 1)
Við byrjum á því að stífþeyta rjómann. (sniðugt að þeyta allan rjómann sem við komum til með að nota og taka svo bara smá hluta af honum í fyllinguna)
- 2)
Svo skerum við niður jarðaberin og setjum í skál ásamt kókosbollunum, rjómanum og þeim kúlum sem þið ákváðuð að nota.
- 3)
Svo er öllu hrært varlega saman.
Samsetning
- 1)
Við byrjum á því að stífþeyta rjómann (ef þið þeyttuð hann ekki allan í einu)
- 2)
Sprautum rjóma doppur meðfram stafnum.
- 3)
Setjum síðan fyllinguna inní.
- 4)
Svo setjum við hinn stafinn ofaná og sprautum doppur yfir allan stafinn.
- 5)
Svo er stafurinn skreyttur með makkarónum, marengskossum, Omnom krunch-i eða öðrum súkkulaðikúlum veltum uppúr gulldufti.
Hægt að að skreyta stafinn með hverju sem er, ferskum blómum, nammi eða bara því sem ykkur dettur í hug.
Eriðleikastig:
Erfiðleikastig: | Miðlungs |