Hollar hafra smákökur

janúar 24, 2022Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir

Ég elska að finna mér eitthvað sætt og gott til að grípa í millimál án þess að það sé fullt af sykir. Þessar klikka aldrei og ekki er verra hvað þær eru góða og fljótlegar!

Stelpurnar mínar elska þessar og þeim finnst svo gaman að fá að hjálpa til við að búa þær til. Fyrir þá sem eru viðkvæmir fyrir hnetusmjöri er hægt að skipta út fyrir möndlusmjör eða hálfan banana og smá smjör.

Þessar henta líka mjög vel í brunchinn!

Mæli hiklaust með að þið prófið þessar.

Prenta uppskrift

  • Undirbúningur: 10 min
  • Baksturstími: 10 min
  • Samtals: 20 min
  • Fjöldi: 10-12 stk

Hráefni

Smákökur

  • 3 stk banani, orðnir smá brúnir
  • 4 dl haframjöl
  • 1 dl hnetusmjör
  • 1/2 tsk salt
  • Súkkulaðibitar, bæði hægt að nota venjulega eða sykurlausa

Aðferð

Smákökur

  • 1)

    Byrjum á því að hita ofninn í 180 gráður.

  • 2)

    Næst stöppum við niður bananana og blöndum svo öllu saman nema súkkulaðinu.

  • 3)

    Gerum litlar kökur á bökunarpappír og röðum svo súkkulaðibitum ofaná. Kökurnar stækka ekkert í ofninum þannig gott er að gera þær í þeirri stærð sem maður vill hafa þær í.

  • 4)

    Síðan bökum við kökurnar við 180 gráður í 10-12 mínútur.

Nutrition

Fyrri grein Næsta grein