Fylltar marengsskálar

Fylltar marengsskálar eru fullkomin eftirréttur í matarboðið eða veisluna, hægt að gera fullt af guðdómlega góðum útfærslum.  Ég ákvað að fylla þær  með súkkulaði ganache gerðu úr mínu uppáhaldssúkkulaði sem er lakkríssúkkulaðið frá Omnom,  jarðaberjum sem koma með ferskleika í réttinn og svo þeyttum rjóma.

Marengsskálarnar skreytti ég með jarðaberjum, bláberjum, brúðarslöri og viltum blómum úr Urriðaholtinu.  Það þarf oft ekki að leita langt til að finna fallegt skraut á eftirréttinn eða kökuna.

Prenta uppskrift

  • Undirbúningur: 10 min
  • Baksturstími: 1 klst 20 min
  • Samtals: 1 klst 45 min
  • Fjöldi: 12 marengsskálar
  • Erfiðleikastig: Miðlungs

Innihald

Marengsskálar

  • 150 g eggjahvítur, við stofuhita
  • 300 g sykur

Súkkulaði ganache

  • 90 g Omnom Lakkrís súkkulaði
  • 45 g rjómi

Fylling

  • 250 ml rjómi, þeyttur
  • 10 stk jarðaber

Aðferð

Marengsskálar

  • 1)

    Við hitum ofninn í 180°,  svo dreyfum við úr sykrinum á bökunarpappír og setjum á ofnplötu.

  • 2)

    Sykurinn fer inn í ofn í 8-10 mínútur eða þar til sykurinn byrjar aðeins að bráðna á köntunum.

  • 3)

    Þegar ca. mínúta er eftir af sykrinum í ofninum byrjum við að þeyta eggjahvíturnar í hrærivél.

  • 4)

    Þvi næst bætum við heitum sykrinum 1-2 msk. í einu útí eggjahvíturnar meðan vélin þeytir.

  • 5)

    Þegar allur sykurinn er kominn útí fer matarlitur í blönduna ef þið viljið hafa skálarnar í lit.

  • 6)

    Næst er skálunum sprautað á bökunarpappír, ég notaði stút nr. 2D. Byrja á því að sprauta rós og fer svo 2-3 umferðir meðfram köntunum ofaná rósinni.

  • 7)

    Svo fara skálarnar inn í ofn 95°í ca. 1 klst. og 15 mín.

Súkkulaði ganache

  • 1)

    Byrjum á því að saxa súkkulaðið.

  • 2)

    Svo setjum við rjómann í pott og hitum upp að suðu.

  • 3)

    Því næst hellum við rjómanum yfir súkkulaðið, leyfum að bíða í 2-3 mínútur og hrærum svo vel saman.

  • 4)

    Leyfum blöndunni að kólna og þykkna.

Samsetning

  • 1)

    Fyrst fara 1-2 tsk. af súkkulaði ganache í skálarnar.

  • 2)

    Næst skerum við jarðaber í litla bita og setjum ofaná.

  • 3)

    Svo þeytum við rjómann og sprautum ofaná.

  • 4)

    Að lokum skreytum við skálarnar eftir smekk. Ég notaði bláber, jarðaber og fersk blóm.

Erfiðleikastig:

Erfiðleikastig:Miðlungs
Fyrri grein Næsta grein