Djúsí súkkulaðikaka með dásmlegu mjólkursúkkulaðikremi

september 16, 2019Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir

Prep time: 20 min

Cook time: 30 min

Serves: 15-20

Calories: Auðvelt

Prenta uppskrift

 • Undirbúningur: 20 min
 • Baksturstími: 30 min
 • Samtals: 55 min
 • Fjöldi: 15-20
 • Erfiðleikastig: Auðvelt

Innihald

Súkkulaðikaka

 • 400 g sykur
 • 210 g Kornax hveiti
 • 75 g kakó
 • 1.5 tsk lyftiduft
 • 1.5 tsk matarsódi
 • 1 tsk salt
 • 2 stk egg
 • 110 ml olía (grænmetis)
 • 220 ml mjólk
 • 220 ml heitt vatn
 • 2 tsk vanilludropar

Mjólkursúkkulaðikrem

 • 500 g mjólkursúkkulaði
 • 250 g smjör
 • 65 g flórsykur
 • 425 ml rjómi
 • 2 msk kaffi (espresso), má sleppa
 • 1/2 tsk salt

Aðferð

Súkkulaðikaka

 • 1)

  Við byrjum á því að hita ofninn í 175°(viftu).

 • 2)

  Næst setjum við öll þurrefnin saman í hrærivélaskál og hrærum saman.

 • 3)

  Þegar við höfum blandað þurrefnunum vel saman bætum við eggjum, mjólk, olíu, heitu vatni og vanilludropum saman við og hrærum þar til allt hefur blandast vel saman.

 • 4)

  Næst smyrjum við þrjú 20cm.  form með olíu, setjum bökunarpappír í botninn og smyrjum aftur.

 • 5)

  Svo hellum við deginu jafnt í öll form og bökum í 20-25 mínútur eða þar til pinni kemur hreinn upp úr kökunum ( mér þykir best að vigta deigið og skipta því jafnt niður í formin til þess að fá alla botna jafn stóra).

 • 6)

  Um leið og botnarnir koma úr ofninum losum við hliðarnar á formunum og hvolfum botnunum á bökunarpappír eða kæligrind.

Mjólkursúkkulaðikrem

 • 1)

  Við byrjum á því að setja öll hráefnin í pott og bræðum á lágum hita, þetta tekur um það bil 10 mínútur.

 • 2)

  Næst tökum við blönduna úr pottinum og leyfum að standa á borðinu meðan hún kólnar aðeins. Þegar hún hefur aðeins kólnað setjum við hana inn í ísskáp.

 • 3)

  Við leyfum kreminu að vera  inn í ískáp í um klukkustund og hrærum af og til í því ( ca. 10 mínútna fresti) þar til kremið er orðið nógu þykkt til að sprauta á kökuna.
  Gott er að vera með það í stærra íláti frekar en minna.

Erfiðleikastig:

Erfiðleikastig:Auðvelt
Fyrri uppskrift Næsta uppskrift