Langbestu kleinurnar

september 8, 2019Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir

Prep time: 30 min

Cook time: 35 min

Serves:

Calories: Auðvelt

Prenta uppskrift

 • Undirbúningur: 30 min
 • Baksturstími: 35 min
 • Samtals: 1 klst 3 min
 • Erfiðleikastig: Auðvelt

Innihald

Kleinur

 • 1200 g Kornax hveiti
 • 180 g sykur
 • 1 pakkning Royal karamellubúðingur
 • 4 tsk lyftiduft
 • 1,5 tsk matarsódi
 • 1 tsk hjartasalt
 • 70 g smjör, brætt
 • 250 g hreint skyr
 • 600 ml súrmjólk
 • 1 stk egg
 • 1,5 tsk vanilludropar
 • 1,5 tsk kardimommu dropar
 • 1 kg palmin kókosolía

Aðferð

Kleinur

 • 1)

  Við byrjum á því að blanda öllum þurrefnum saman en geymum um það bil 200 g af hveitinu til hliðar.

 • 2)

  Næst bræðum við smjörið og blöndum því ásamt skyrinu, súrmjólkinni, egginu, vanilludropunum og kardimommu dropunum saman við þurrefnin. Gott er að hnoða deigið ekki allt of mikið svo kleinurnar verði sem léttastar.

 • 3)

  Nú fer palmin kókosolían í pott og við leyfum henni að hitna meðan við rúllum út og snúum kleinurnar.

 • 4)

  Næst setjum við vel af hveiti á borðið, hnoðum deigið örlítið bara svo það klessist minna og fletjum það svo út.
  Skerum út kleinurnar og snúum.

 • 5)

  Að lokum steikjum við kleinurnar þegar olían er orðin nóu heit, gott er að setja fyrst smá afskorning út í olíuna til þess að sjá hvort að hún sér orðin nóu heit. Þegar fallega gylltur litur er komin á hliðina sem snýr ofaní olíuna snúum við þeim við og tökum svo úr olíunni þegar sami litur er komin á alla kleinuna.

Erfiðleikastig:

Erfiðleikastig:Auðvelt
Fyrri uppskrift Næsta uppskrift