Dásamleg Englakaka
Prep time: 30 min
Cook time: 30 min
Serves: 15
Calories: Miðlungs
- Undirbúningur: 30 min
- Baksturstími: 30 min
- Samtals: 1 klst 15 min
- Fjöldi: 15
- Erfiðleikastig: Miðlungs
Innihald
Englakaka
- 475 g eggjahvítur
- 340 g sykur
- 1 tsk vínsteinslyftiduft eða sítrónusafi
- 1/4 tsk salt
- 115 g Kornax hveiti
- 2 tsk vanilludropar
Englakrem
- 280 g eggjahvítur
- 400 g sykur
- 4 msk vatn
- 7 msk síróp
- 2 tsk vanilludropar
Annað
- 200 g fersk jarðaber eða hindber
Aðferð
Englakaka
- 1)
Við byrjum á því að hita ofninn í 180°(viftu).
- 2)
Næst hreinsum við skálina með sítrónusafa og setjum svo eggjahvíturnar í skálina og byrjum að þeyta á hægum hraða í um það bil 30 sek.
- 3)
Þá bætum við vínsteinslyftiduftinu (cream of tartar)/ sítrónusafa saman við og aukum hraðann.
- 4)
Svo bætum við einni matskeið af sykri saman við í einu og þeytum þar til blandan er orðin stífþeytt.
- 5)
Þá næst tökum við skálina af hrærivélinni og foldum varlega vanilludropunum saman við með sleif.
- 6)
Svo sigtum við hveitið og saltið og foldum saman við í 3 skömmtum. Pössum að gera þetta mjög varlega svo að botnarnir verði ekki of þéttir.
- 7)
Svo skiptum við deginu í 3x 20cm. form eða 2x 26cm. Pössum að smyrja formin vel og setja bökunarpappír í botninn.
- 8)
Að lokum eru botnarnir bakaðir við 180° í 25-30 mínútur eða þar til kakan boppar aðeins til baka þegar við ýtum í hana.
Englakrem
- 1)
Við byrjum á því að setja vatn í pott og kveikja undir, síðan setjum við stóra skál á pottinn.
- 2)
Næst fara öll hráefnin í skálina og við þeytum blönduna með písk þar til hún hefur ca. þrefaldast og allur sykurinn hefur leyst upp.
- 3)
Þá færum við þetta yfir í hrærivélaskál, bætum matarlit útí og þeytum þar til blandan hefur kólnað.
Samsetning
- 1)
Við byrjum á því að setja smá slettu af kremi á kökudisk/platta og svo fyrsta botninn.
- 2)
Síðan setjum við krem á milli og hindber/jarðaber og endurtökum svo leikinn ef við erum með 3 botna.
- 3)
Að lokum setjum við restina af kreminu utan um kökuna og skreytum að vild.
Eriðleikastig:
Erfiðleikastig: | Miðlungs |