Confetti bollakökur fylltar með súkkulaðikaramellu

september 24, 2019Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir

Prep time: 30 min

Cook time: 35 min

Serves: 12-15

Calories: Auðvelt

Prenta uppskrift

 • Undirbúningur: 30 min
 • Baksturstími: 35 min
 • Samtals: 1 klst 20 min
 • Fjöldi: 12-15
 • Erfiðleikastig: Auðvelt

Innihald

Confetti bollakökur

 • 265 g Kornax hveiti
 • 2 tsk lyftiduft
 • 1/2 tsk salt
 • 170 g smjör
 • 300 g sykur
 • 1 tsk vanilludropar
 • 260 g eggjahvítur
 • 200 ml mjólk
 • 45 ml olía
 • 40 g confetti sprinkels

Súkkulaðikaramella

 • 200 g sykur
 • 220 ml rjómi
 • 220 ml sýróp
 • 5 msk mjólk
 • 2 msk kakó
 • 1/2 tsk salt
 • 3 tsk smjör

Vanillusmjörkrem

 • 500 g smjör, við stofuhita
 • 500 g flórsykur
 • 4-6 msk rjómi
 • 1.5 tsk vanilludropar

Aðferð

Confetti bollakökur

 • 1)

  Við byrjum á því að stilla ofninn á 175°(viftu).

 • 2)

  Næst setjum við smjör (við stofuhita) og sykur saman í hrærivélaskál og þeytum þar til verður ljóst og létt.

 • 3)

  Svo fara eggjahvíturnar rólega saman við, lítið í einu.

 • 4)

  Næst hærum við 1/3 af þurrefnunum saman við blönduna.

 • 5)

  Svo hrærum við 1/2 af blautefnunum (mjólk, olíu og vanilludropum) saman við.

 • 6)

  Þá hrærum við næsta 1/3 af þurrefnunum saman við.

 • 7)

  Síðan restinni af blautefnunum.

 • 8)

  Að lokum fer síðasti skammturinn af þurrefnunum. Gott er að hræra degið ekki of mikið en samt nóg til þess að allt sé komið saman.

 • 9)

  Næst setjum við deigið í um það bil 2/3 af bollakökuforminu (verða 12-15 stk) og bökum við 175°í 18-20 mínútur eða þar til pinni kemur hreinn upp úr kökunni.

Vanillusmjörkrem

 • 1)

  Við byrjum á því að þeyta smjörið vel og lengi þar til það verður létt og ljóst.

 • 2)

  Næst bætum við flórsykri og vanilludropum saman við og höldum áfram að þeyta.

 • 3)

  Að lokum bætum við rjómanum saman við og þeytum í smá stund í viðbót.

Súkkulaðikaramella

 • 1)

  Við setjum öll hráefnin saman í pott.

 • 2)

  Leyfum blöndunni að sjóða þar til hún hefur þykknað, en pössum að hafa hana ekki á of háum hita svo hún brenni ekki.

 • 3)

  Þegar karamellan byrjar að þykkna tökum við hana af hitanum og setjum í eldfastmót/skál og leyfum að kólna.

Samsetning

 • 1)

  Við byrjum á því að gera gat í miðjuna á öllum bollakökunum.

 • 2)

  Síðan fyllum við í götin með súkkulaðikaramellunni.

 • 3)

  Að lokum sprautum við smjörkremi ofaná.

Eriðleikastig:

Erfiðleikastig:Auðvelt
Fyrri uppskrift Næsta uppskrift