Súkkulaði og saltkaramellu tart

október 6, 2019Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir

Prep time: 55 min

Cook time:

Serves: 10-12

Calories: Miðlungs

Prenta uppskrift

 • Undirbúningur: 55 min
 • Samtals: 2 klst 55 min
 • Fjöldi: 10-12
 • Erfiðleikastig: Miðlungs

Innihald

Tart skelin

 • 180 g Kornax hveiti
 • 40 g flórsykur
 • 115 g smjör, kalt
 • 1 stk eggjarauða
 • 2 tsk rjómi
 • 1/4 tsk salt
 • 1/2 tsk vanilla

Saltkaramella

 • 210 ml rjómi
 • 75 g smjör
 • 2 tsk salt
 • 60 ml sýróp
 • 300 g sykur
 • 60 ml vatn

Súkkulaði ganache

 • 110 ml rjómi
 • 240 g dökkt súkkulaði

Aðferð

Botninn

 • 1)

  Við byrjum á því að hita ofnin í 175°(viftu)

 • 2)

  Næst setjum við hveiti, smjör, salt og flórsykur saman í hrærivélaskál og hærium með laufinu þar til blandan er orðin kekklaus og komin hálfgerð sandáferð á hana.

 • 3)

  Næst skiptum við yfir í krókinn á hrærivélinni og bætum við eggjarauðunni, rjómanum og vanilludropunum og hnoðum þar til deigið losnar frá hliðunum.

 • 4)

  Plöstum deigið og setjum í kæli í um það bil klukkustund.

 • 5)

  Svo smyrjum við formið með smjöri eða olíu, fletjum deigið janft út og leggjum í formið.

 • 6)

  Þegar deigið er sett í formið pössum við að ýta því vel út í alla kanta og hliðar.

 • 7)

  Síðan er skelin/botninn bökuð við 175° í 18-20 mínútur eða þar til hún verður gullinbrún að lit.

Saltkaramella

 • 1)

  Við byrjum á því að hita saman rjómann og smjörið þar til allt smjörið hefur bráðnað.

 • 2)

  Næst setjum við sykurinn, sýrópið og vatnið á pönnu og leyfum að malla þar til við fáum fallegan frekar dökkan amber lit.

 • 3)

  Því næst bætum við rjómablöndunni saman við í 3 skrefum og pössum að hræra vel á milli.

 • 4)

  Leyfum karamellunni að malla í 2-3 mínútur og hellum svo beint í botninn/skelina. Setjum í kæli meðan við græjum súkkulaði ganache-ið.

Súkkulaði ganache

 • 1)

  Við söxum súkkulaðið niður og setjum í skál ásamt rjómanum.

 • 2)

  Næst fer skálin inn í örbylgjuofn þar til rjómin byrjar að sjóða.

 • 3)

  Því næst er blöndunni hrært vel saman þar til hún verður kekklaus. Athuga að stundum þarf að setja aftur inn í örbylgjuofn hafi súkkulaðið ekki bráðnar alveg.

 • 4)

  Að lokum hellum við súkkulaðið-ganache-inu yfir karamelluna sem ætti að vera orðin köld.

 • 5)

  Bakan fer næst inn í kæli þar til ganache-ið hefur stífnað vel.

 • 6)

  Að lokum er hún skreytt að vild en ég notaði hindber, drekaávöxt, blæjuber og myntu.

   

Eriðleikastig:

Erfiðleikastig:Miðlungs
Fyrri uppskrift Næsta uppskrift