Púðusykurkökurnar hennar mömmu

Það er komin nóvember og því þýðir ekkert annað en að byrja að skella í jólasortirnar. Þetta er besti tími ársins þegar kemur að bakstri, allar minningarnar og dásamlegu smákökurnar. Ég ætla að deila með ykkur uppskrift af einum af mínum allra uppáhalds smákökum en það eru púðusykurkökurnar hennar mömmu. Mamma hefur bakað þessar síðan að ég man eftir mér, það var ekkert betra en að koma heim og húsið ilmaði af jólunum þegar mamma var með þær í ofninum.

Ég get ekki annað en mælt með því að þið prófið þessar svo guðdómlegar!

Öll hráefnin í þessa uppskrift finnið þið í verslunum Hagkaups.
Prenta uppskrift

  • Erfiðleikastig: Auðvelt

Innihald

Púðusykurkökur

  • 500 g púðusykur
  • 220 g smjör, við stofuhita
  • 2 stk egg
  • 2 tsk negull
  • 2 tsk engifer
  • 1 tsk kanill
  • 1 tsk matarsódi
  • 1 tsk lyftiduft
  • 500 g Kornax hveiti

Aðferð

Púðusykurkökur

  • 1)

    Við byrjum á því að stilla ofninn á 200°(viftu)

  • 2)

    Næst hrærum við saman smjöri, púðusykri, negul, kanil og engiferi.

  • 3)

    Síðan hrærum við eggjunum saman við.

  • 4)

    Svo fer hveiti, lyftiduft og matarsódi saman við.

  • 5)

    Næst rúllum við litlar kúlur og setjum á bökunarpappír/sílikonmottu og bökum kökurnar við 200° í 8-10 mínútur.

Eriðleikastig:

Erfiðleikastig:Auðvelt
Fyrri grein Næsta grein