No bake- Hnetusmjörs hafraklattar

Þessir hnetusmjör hafraklattar slá alltaf í gegn á mínu heimili, það er algjör snilld að eiga þá í frysti og draga fram þegar á að fá sér eitthvað gott með kaffinu.

Prenta uppskrift

 • Undirbúningur: 35 min
 • Samtals: 35 min
 • Fjöldi: 8
 • Erfiðleikastig: Auðvelt

Innihald

Hnetusmjör hafraklattar

 • 120 g smjör
 • 4 dl sykur
 • 1 dl mjólk
 • 4 msk kakó
 • 1 dl hnetumjör
 • 1 tsk vanilludropar
 • 6 1/2 dl haframjöl
 • Hvítt súkkulaði og sjávarsalt, til skreytingar

Aðferð

Hnetusmjör hafraklattar

 • 1)

  Við byrjum á því að setja smjör, mjólk, kakó og sykur í pott. Leyfum blöndunni að koma upp að suðu og látum sjóða í 1-2 mínútur.

 • 2)

  Næst hrærum við hnetusmjöri og vanilludropum saman við.

 • 3)

  Svo er blöndunni hellt yfir haframjölið og hrært vel saman.

 • 4)

  Því næst setjum við bökunarpappír í mót, hellum hafrablöndunni í mótið og dreyfum vel úr.

 • 5)

  Þá fer mótið í frysti í ca. 15 mínútur.

 • 6)

  Eftir 15 mínútur tökum við mótið út frysti, skerum hafrabitana niður og skreytum með hvítusúkkulaði og sjávarsalti.

Eriðleikastig:

Erfiðleikastig:Auðvelt
Fyrri grein Næsta grein