Páskanammi
Það er svo notalegt að eyða stund saman í eldhúsinu um páskana, stelpurnar mínar elska að fá að búa til skemmtilegt páskanammi fyrir páskana og er þetta eitt af því. Þetta er bæði fljótlegt og gott, það er hægt að leika sér mikið með þetta og setja það nammi sem maður vill útí.
Þetta er fullkomið nammi til að eiga í kælinum og bjóða uppá þegar koma gestir eða bara til að næla sér í eitthvað gott með kaffibollanum. Það er líka skemtilegt að nota þetta í heimatilbúna gjöf.
Ég vona að þið eigið yndislega páska með fólkinu ykkar.
Gleðilega páska!
Aðferð
Páskanammi
- 1)
Við byrjum á því að setja smjör, niðursoðna mjólk og súkkulaði í pott og bræðum á lágum hita.
- 2)
Klippum niður sykurpúðana og skerum 1/3 af litlu páskaeggjunum í bita.
- 3)
Hellum súkkulaðiblöndunni í skál og setjum sykurpúðana, páksaeggin, heslihneturnar og kasjúhneturnar útí og hrærum saman.
- 4)
Setjum bökunarpappír í mót og hellum blöndunni ofaní.
- 5)
Skreytum ofaná með páksaeggjum, fylltum páskaeggjum og sprinkles og setjum í frysti.
- 6)
Þegar páskanammið hefur stífnað skerum við það í bita og berum fram.
Ath. Best er að geyma bitana í kæli.