Páskanammi

apríl 7, 2023Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir

Prep time:

Cook time:

Serves:

Prenta uppskrift

Innihald

Páskanammi

 • 1 dós niðursoðin mjólk
 • 150 g Doré karamellusúkkulaði
 • 150 g rjómasúkkulaði
 • 60 g dökkt súkkulaði
 • 30 g smjör
 • 300 g sykurpúðar
 • 200 g heslihnetur
 • 200 g lituð súkkulaðiegg, ég notaði Dragee egg
 • 200 g kasjúhnetur

Skraut

 • Lítil páskaegg , Ég notaði Dragee egg
 • Sprinkles
 • Fyllt páskaegg

Aðferð

Páskanammi

 • 1)

  Við byrjum á því að setja smjör, niðursoðna mjólk og súkkulaði í pott og bræðum á lágum hita.

 • 2)

  Klippum niður sykurpúðana og skerum 1/3 af  litlu páskaeggjunum í bita.

 • 3)

  Hellum súkkulaðiblöndunni í skál og setjum sykurpúðana, páksaeggin, heslihneturnar og kasjúhneturnar útí og hrærum saman.

 • 4)

  Setjum bökunarpappír í mót og hellum blöndunni ofaní.

 • 5)

  Skreytum ofaná með páksaeggjum, fylltum páskaeggjum og sprinkles og setjum í frysti.

 • 6)

  Þegar páskanammið hefur stífnað skerum við það í bita og berum fram.

  Ath. Best er að geyma bitana í kæli.

Nutrition

Fyrri uppskrift Næsta uppskrift