Páskakakan

Ég er búin að bíða spennt eftir að byrja að skella í kökur með páskaþema. Þetta er splunkuný uppskrift og verð ég að segja að ég er ótrúlega ánægð með hana. Botnarnir eru eins og nýjir í fleiri fleiri daga.

Það sem er svo dásamlegt við páskana eru hvað þeir eru litríkir, það er hægt að leika sér með hvaða litasamsetningar sem er og eins er hægt að fá lítil falleg páskaegg í allskonar litum í búðum þessa dagana.

Get svo sannarlega mælt með að þið prófið að skella í þessa, þið ættuð ekki að vera svikinn með þessa djúsí botna!

öll Hráefnin í þessa uppskrift finnið þið í verslunum Hagkaups
Prenta uppskrift

 • Undirbúningur: 30 min
 • Baksturstími: 26 min
 • Samtals: 2 klst 20 min
 • Fjöldi: 15-20
 • Erfiðleikastig: Miðlungs

Innihald

Karamellu-vanillubotnar

 • 350 g sykur
 • 225 g smjör, við stofurhita
 • 390 g Kornax hveiti
 • 1 msk vanilludropar
 • 2 1/2 tsk lyftiduft
 • 1/2 tsk salt
 • 1 pakki Royal saltkaramellubúðingur
 • 300 ml mjólk, við stofuhita
 • 60 ml olía
 • 6 stk eggjahvítur, (210g)

Svissneskt merange smjörkrem

 • 350 g eggjahvítur
 • 460 g sykur
 • 940 g smjör, við stofuhita
 • 1 msk vanillupaste

Á milli

 • 150 g karamellukurl
 • 10 stk jarðaber

Aðferð

Karamellu-vanillubotnar

 • 1)

  Við byrjum á því að stilla ofninn á 175°(viftu.

 • 2)

  Næst setjum við smjör og sykur saman í hrærivél og þeytum þar til verðu ljóst og létt.

 • 3)

  Næst fara eggjahvíturnar saman við, rólega lítið í einu.

 • 4)

  Næst hrærum við 1/3 af þurrefnunum saman við blönduna.

 • 5)

  Því næst 1/3 af blautefnunum.

 • 6)

  Aftur 1/3 af þurrefnum og svo koll af kolli þar til allt er komið vel saman. Pössum að hræra ekki of mikið en samt nóg til að allt sé komið vel saman.

 • 7)

  Næst smyrjum við þrjú 20cm form vel með olíu, setjum bökunarpappír í botninn og smyrjum aftur með olíu.

 • 8)

  Skiptum deiginu í þrjú form, mér finnst best að vigta í formin svo það sé saman hæð á öllum botnum.

 • 9)

  Síðan fara botnarnir inn í ofn við 175°(viftu) í um það bil 22-26 mínútur eða þar til pinni kemur hreinn upp úr þeim.

 • 10)

  Þegar kökurnar koma úr ofninum losum við hliðarnar og hvolfum strax úr formunum á bökunarpappír eða kælirekka. Þetta verður til þess að auðveldara er að ná kökunum úr formunum og toppurinn jafnast.

Svissneskt merangue smjörkrem

 • 1)

  Við setjum eggjahvítur og sykur í skál sem þolir hita yfir vatnsbað og hrærum þar til blandan hitnar og við hættum að finna fyrir sykurkornum.

 • 2)

  Þá færum við blönduna í hrærivél og þeytum þar til kólnar.

 • 3)

  Þegar marengsinn hefur kólnað bætum við smjörinu saman við einum bita í einu og þeytum vel saman þar til kremið verður fluffy og létt.

 • 4)

  Síðast setjum við saman vanillu paste.

Samsetning

 • 1)

  Við byrjum á því að setja smá krem á plattann sem kakan fer á.

 • 2)

  Næst fer krem á milli ásamst ferskum jarðaberjum og karamellukurli.

 • 3)

  Svo fer næsti botn ofnaá og aftur krem, jarðaber og karamellukurl.

 • 4)

  Síðan setjum við síðasta botninn ofaná, hyljum kökuna með þunnu lagi af kremi og setjum í kæli þar til kremið stífnar.

 • 5)

  Þegar kremið hefur stífnað setjum við næsta lag af kremi og skreytum kökuna.

 • 6)

  ATH!
  Mér finnst best að hafa botnana frosna þegar ég set kökuna saman, það auðveldar mér að gera hana beina og slétta ef ég er að leyta eftir því.

Erfiðleikastig:

Erfiðleikastig:Miðlungs

Fyrri grein Næsta grein